Fara í efni

Stjórn veitustofnana

57. fundur 09. júlí 2004

57. Fundur stjórnar veitustofnana, haldinn föstudaginn 09.07.2004 kl. 12 í fundarsal bæjarstjórnar.

Mættir: Pétur Árni Jónsson, Atli Björn Bragason, Kristín Ólafsdóttir, Guðjón Jónsson, Jón H. Björnsson, hitaveitustjóri og Jónmundur Guðmarsson, sem jafnframt ritaði fundargerð.

Dagskrá

1.Skýrsla Behrens Capital um verðmat og greiningu á rekstri HS. Skýrsla ráðgjafanna lögð fram og rædd. Stjórnin var sammála um að nýta skýrsluna til frekari stefnumörkunar fyrir hitaveituna t.a.m. með tilliti til aukins sjálfstæðis hennar og rekstrarlegrar aðgreiningar frá bæjarsjóði.

2. Rekstraraða HS eftir 6 mánuði. Formaður lagði fram yfirlit yfir rekstur HS fyrstu 6 mánuði ársins og er hann í góðu samræmi við fjárhagsáætlun veitunnar.

3. Gjaldskrármál HS. Lagt fram yfirlit yfir gjaldskrá HS, OR, Hitav. Suðurnesja og Hitav. Mosfellsbæjar. Fram kom að gjaldskrá HS er umtalsvert lægri en annarra veitna. Stjórnin hyggst endurskoða gjaldskrá veitunnar með hliðsjón af gjaldtöku annarra veitna með haustinu í tengslum stefnumótun um aukið rekstrarlegt sjálfstæði og gerð nýrrar fjárhagsáætlunar.

4. Vatnsréttindi Seltjarnarnesbæjar. Stjórn HS telur mjög áhugavert að kanna forsendur þess að veitan eignist borholur og vatnsréttindi bæjarins. Formanni falið að láta ráðgjafa verðmeta borholur og vatnsréttindi í tengslum við möguleg kaup HS á þeim.

5. Erindi verkfræðistofunnar útrásar um fjölnýtingu jarðhita á Seltjarnarnesi. Stjórn er áhugasöm um nýtingu jarðvarma HS til raforkuframleiðslu en hyggst kynna sér sambærileg verkefni á vegum Húsavíkurkaupstaðar og Hitaveitu Suðurnesja áður en lengra er haldið. Stefnt er á vettvangsferðir með haustinu.

4. Fyrirkomulag á gjaldtöku vatnsveitu Seltjarnarness. Rætt um fyrirkomulag gjaldtöku Vatnsveitunnar og mögulega breytingu á því. Samþykkt að fela bæjartæknifræðingi að vinna skýrslu um mögulegar leiðir til breytinga.

5. Lagning ljósleiðara á Seltjarnarnesi . Minnisblað bæjarstjóra til bæjarstjórnar lagt fram til kynningar.

Fleira var ekki gert og var fundi slitið kl. 13.20


Jónmundur Guðmarsson
(sign.)



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?