Fara í efni

Stjórn veitustofnana

17. mars 2021

143. fundur hjá Veitustofnun Seltjarnarness haldinn miðvikudaginn 17. mars 2021 kl. 16:00.

Mættir: Ásgerður Halldórsdóttir, Guðmundur Jón Helgason, Magnús Dalberg, Friðrik Friðriksson og Garðar Gíslason.

Formaður bað menn að rísa úr sætum til að minnast Jens Andréssonar fyrrum félaga okkar í veitustjórn til margra ára sem lést 27. janúar sl.

Dagskrá:

 1. Ársreikningur Frá-, Vatns- og Hitaveitu Seltjarnarnesbæjar árið 2020.
  Á fundinn kom Sturla Jónsson endurskoðandi frá Grant Thorton. Ásgerður Halldórsdóttir formaður stjórnar gerði grein fyrir rekstri veitna á árinu 2020, efnahagsreikningi í árslok og skýringum í ársreikningi. Fjallað var um lykiltölur og helstu niðurstöður. Formaður bar upp ársreikningana til samþykktar samkvæmt 3.mgr. 61. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.

  Ársreikningur vatns-, frá- og hitaveitu fyrir árið 2020 var samþykktur með 3 atkvæðum og 1 á móti.

  Þar sem engin svör hafa borist við spurningum sem ég lagði fram á síðasta fundi sé ég mér ekki fært að skrifa undir ársreikninga félaganna þriggja. Auk þess sem ársreikningar félaganna þriggja innihalda mjög ósundurliðaðar tölur sem erfitt er að gera sér glögga grein fyrir hvað er greitt, sérstaklega í sameiginlegum kostnaði milli bæjarsjóðs og félaganna þriggja.
  Magnús Dalberg (sign)

 2. Vinnslueftirlit 2020-2021.
  Hrefna Kristmannsdóttir kynnti niðurstöður vinnslueftirlits með jarðhitasvæðinu á Seltjarnarnesi fyrir árið 2020 og áhrif vinnslunnar á jarðhitasvæðið á Seltjarnarnesi. Almenn niðurstaða er að ástand jarðhitasvæðisins er í jafnvægi, ekki sjáanlegar neinar breytingar.

 3. Framkvæmdir.
  Einar Már sviðsstjóri fór yfir framkvæmdaáætlun næstu mánuði.

  Norðurströnd.
  Dælubrunnur við hlið yfirfallsmannvirkis neðan Lindarbrautar er kominn í útboð. Framkvæmdir við lagningu á nýrri þrýstilögn meðfram Norðurströnd alla leið að dælustöð Veitna við Seilugranda verður unnin af þjónustumiðstöðinni.

  Bygggarðar.
  Unnið er að flutningi háhitalagna (stofnæðar) hitaveitu á Bygggarðasvæðinu, verður hún færð út fyrir byggingasvæðið. Framkvæmdir innan svæðisins verður unnið í samstarfi við JÁVERK sem mun hefja framkvæmdir á næstu vikum við uppbyggingu íbúða.

  Borholuhús.
  Borholuhús við holu nr. 5 verður sett upp fljótlega og borholuhús fyrir holu nr. 4 er í byggingu.

  Safntankur.
  EMS leggur til að þykktarmæla hitaveitu safntankinn á Lindarbraut og gera framhjátenginu fram hjá tanknum í leiðinni. EMS falið að vinna áfram með málið.

  Borhola 4.
  EMS upplýsti að nú væri í framkvæmd endurnýjun á dælu í borholu 4. Í ljós kom við þá viðgerð að taka þarf upp rörin líka.

Fundi slitið kl.17:30

Ásgerður Halldórsdóttir (sign)

Guðmundur Jón Helgason (sign)

Magnús Dalberg (sign)

Friðrik Friðriksson (sign)

Garðar Gíslason (sign)

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?