Fara í efni

Stjórn veitustofnana

13. apríl 2021

144. fundur hjá Veitustofnun Seltjarnarness haldinn þriðjudaginn 13. apríl 2021 kl. 12:00 á Teams. 

Mættir á fjarfund: Ásgerður Halldórsdóttir, Guðmundur Jón Helgason, Magnús Dalberg, Friðrik Friðriksson og Garðar Gíslason. Einnig sat fundinn Einar Már Steingrímsson sviðstjóri. 

Dagskrá: 

  1. Borhola SN-04.
    Einar Már fór yfir það óhapp sem upp kom við upptekt og endurnýjun dælu í SN-4. Vart var við bilun í dælunni og í framhaldinu var slökkt á henni. Dælan dregin upp, við þá framkvæmd slitnaði dælurörið og dælubúnaðurinn féll niður í holuna. Einar Már upplýsti að hann hefur kallað til Hrefnu Kristmannsdóttur sérfræðing og Sverrir Þórhallsson ráðgjafa til ráðagerða þar sem farið var yfir þær sviðsmyndir sem eru í stöðinni. Einnig hélt bæjarstjóri fund með Orkuveitu Reykjavíkur með starfsmönnum veitna, Einari Má og Hrefnu, þar sem rætt var við Bjarna R. Kristjánsson sérfræðing í jarðvísindum. Stjórn samþykkir tillögu Einars að reyna að fiska dælubrotið upp úr holunni fyrst.

    Stjórn þakkar góða yfirferð yfir verkefnið. Boðað verður til nýs fundar þegar frekari upplýsingar liggja fyrir. 

Fundi slitið kl.12:30

Ásgerður Halldórsdóttir (sign)

Guðmundur Jón Helgason (sign)

Magnús Dalberg (sign)

Friðrik Friðriksson (sign)

Garðar Gíslason (sign)

Einar Már Steingrímsson (sign)

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?