Fara í efni

Stjórn veitustofnana

153. fundur 15. mars 2023

153. fundur Veitustjórnar Seltjarnarness veitna haldinn í fundarsal bæjarstjórnar Seltjarnarness, miðvikudaginn 15. mars, 2023 kl. 10:30

Mættir: Þór Sigurgeirsson, Svana Helen Björnsdóttir, Guðmundur Jón Helgason, Bjarni Torfi Álfþórsson, Sigurþóra Bergsdóttir

Starfsmaður: Brynjar Þór Jónasson, sviðsstjóri Skipulags- og umhverfissviðs

Fundargerð ritaði: Brynjar Þór Jónasson, sviðsstjóri

Í upphafi fundar vill stjórn veitna minnast Antons Sigurðssonar starfsmanns veitna sem lést í janúar.

Dagskrá:

1. 2023020191 - Vatnsvernd, tilraunaborholur

Lagt fram minnisblað SSH, dagsett 15. febrúar 2023, varðandi borun rannsóknarborhola í Bláfjöllum.

Lagt fram til kynningar.

2. 2023020204 - Ástandsgreining á vélbúnaði hitaveitu Seltjarnarness

Kynntar mögulegar lausnir í ástandsgreiningu á vélbúnaði hitaveitu Seltjarnarness.

Stjórn veitustofnanna tekur jákvætt í erindið og felur sviðstjóra skipulags- og umhverfissviðs að vinna málið áfram og leggja frekar gögn fyrir á næsta fundi.

3. Ársreikningar veitna

Ársreikningar Veitustofnana Seltjarnarness lagðir fram til samþykktar.

Reikningarnir eru samþykktir samhljóða.

4. Önnur mál

  • Ráðning verkefnastjórakynnt - Staða á ráðningu verkefnastjóra hjá Veitum Seltjarnarness.
  • Staða verkefna Bygggarðasvæðið og Sefgarðar.

Stjórn veitustofnana óskar eftir því að kannað verði með að sía vatn Hitaveitu Seltjarnarness áður en vatnið er sett út á dreifikerfið og möguleika á uppsetningu forhitara fyrir heildar kerfið.

Fundi slitið 11:21

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?