Fara í efni

Stjórn veitustofnana

154. fundur 23. maí 2023

154. fundur Veitustjórnar Seltjarnarnes veitna haldinn í fundarsal bæjarstjórnar Seltjarnarness, þriðjudaginn 23. maí, 2023 kl. 08:15

Mættir: Þór Sigurgeirsson, Svana Helen Björnsdóttir, Guðmundur Jón Helgason, Garðar Gíslason, Karen María Jónsdóttir

Starfsmaður: Brynjar Þór Jónasson, sviðsstjóri 

Fundargerð ritaði: Brynjar Þór Jónasson

Dagskrá:

1. Nýr starfsmaður veitna

Nýr verkefnastjóri veitna Seltjarnarnesbæjar Sigurjón Fjeldsted kynntur til starfa.

Veitustjórn býður Sigurjón velkominn til starfa og óskar honum velfarnaðar í starfi.

2. Vinnslueftirlit Hitaveitu Seltjarnarness 2022-2023

Lagt fram til kynningar vinnslueftirlit Hitaveitu Seltjarnarness 2022-2023 unnið af Verkfræðistofunni Vatnaskilum og Hrefnu Kristmannsdóttir jarðefnafræðingi.

Veitustjórn þakkar skýrsluna og óskar eftir formlegri kynningu á næsta fundi nefndarinnar.

3. Fjárfestingar og viðhald hjá Veitustofnun Seltjarnarness 2023

Kynntar fyrirhugaðar fjárfestingar ársins 2023 hjá Veitustofnun Seltjarnarness.

Verkefnastjóri Veitustofnunar Seltjarnarness kynnti og fór yfir stöðuna á fjárfestingar og viðhaldsverkefnum árið 2023.

4. Bakvaktir Veitustofnana Seltjarnarness.

Kynnt breytt fyrirkomulag bakvakta Veitustofnana Seltjarnarness.

Lagt fram til kynningar.

4. Áskoranir í rekstri hitaveitu vegna bilana í stýrikerfi

Verkefnastjóri Veitustofnana Seltjarnarness kynnir áskoranir í rekstri hitaveitu vegna bilana í stýrikerfi borhola og dælustöðvar.

Veitustjórn þakkar kynningu verkefnastjóra og leggur til að stýrikerfið verði skoðað í heild sinni þannig að rekstraröryggi hitaveitu verði tryggt til framtíðar.

6. Önnur mál

Veitustjórn óskar eftir því að kannað verði með að sía vatn Hitaveitu Seltjarnarness áður en vatnið er sett út á dreifikerfið og möguleika á uppsetningu forhitara fyrir heildar kerfið. Veitustjórn óskar einnig eftir því að kannaður verði möguleiki á því að setja upp flæðimæla fyrir yfirfall á fráveitu. Veitustjórn felur verkefnastjóra að kanna heildarkostnað við uppsetningu á forhitarakerfi og síum fyrir hitaveitu og einnig uppsetningu flæðimæla fyrir yfirfall fráveitu og leggja fyrir veitustjórn.

 

Fundi slitið 09:26

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?