Fara í efni

Stjórn veitustofnana

168. fundur 12. maí 2025 kl. 08:00 - 09:24 fundarsal bæjarstjórnar að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi

168. fundur stjórnar Veitustofnana Seltjarnarness var haldinn í fundarsal bæjarstjórnar á bæjarskrifstofunni, mánudaginn 12. maí 2025 kl. 08:00.

Mættir:  Svana Helen Björnsdóttir, formaður veitustjórnar sem stýrði fundi, Guðmundur Jón Helgason, Garðar Gíslason, Karen María Jónsdóttir og Þór Sigurgeirsson.

Fundarritari: Arnar Óli Einarsson, veitustjóri.

Dagskrá:

1. 2024110158-Framkvæmdir veitustofnana 2025

Áætlaðar framkvæmdir í hitaveitu, vatnsveitu og fráveitu á árinu 2025 kynntar. Framhald frá síðasta fundi.

Afgreiðsla: Rætt um stöðu á framkvæmdum ársins og framvindu þeirra.

2. 2024110158- Botnhreinsun á Suðurströnd og staða fráveitunnar

Farið yfir nýafstaðna botnhreinsun á sandfanginu við dælustöðina á horni Lindarbrautar og Suðurstrandar og núverandi ástand fráveitunnar.

Afgreiðsla: Kynnt var ástand fráveitunnar og farið yfir mikilvægi þess að botnhreinsa sandföng reglulega í blönduðum fráveitukerfum.

3. Önnur málefni

Á 297. fundi umhverfisnefndar Seltjarnarness, haldinn miðvikudaginn 13. nóvember 2019, var lögð fram og samþykkt eftirfarandi tillaga með öllum greiddum atkvæðum. Hvar stendur framkvæmd þessa verkefnis og hvenær er áætlað að því sé lokið?

Nefndin leggur til að komið verði upp mælibúnaði sem skráir þann tíma sem skólp flæðir um yfirföll. Jafnframt að sett verði upp fráveitusjá á vef bæjarins og Veitna þar sem hægt er að sjá í rauntíma hvort verið sé að hleypa ekki nægjanlega hreinsuðu skólpi í sjó, hvenær það gerðist síðast og hversu lengi. Slík upplýsingagjöf er ekki aðeins mikilvæg og sjálfsögð heldur er hún einnig hvetjandi sem forvörn.

Tillagan var lögð fram vegna þess að niðurstöður vöktunar Umhverfisstofnunar á rusli í Bakkavík til margra ára höfðu gefið til kynna að dælustöðvar á Seltjarnarnesi losuðu ekki nægjanlega hreinsað fráveituvatn beint út í sjó og að stór hluti þess úrgangs sem finnst í víkinni eigi uppruna sinn úr skólpi úr fráveitu bæjarins. Þá gáfu mælingar Heilbrigðiseftirlits Kjósasvæðis til margra ára sömu niðurstöðu þ.e. að fráveitan væri ekki í samræmi við kröfur sem koma fram í reglugerðum um fráveitur og skólp og ljóst að skólp flæði ekki nógu hreinsað í sjó.

Strendur Seltjarnarness eru ekki aðeins staðarprýði. Þær eru viðkomustaður íbúa bæjarins; leikskóla- og grunnskólabarna í útikennslu, eitt helsta útivistasvæði fjölskyldna og leiksvæði fyrir hverskonar vatnaíþróttir og sjósund.

Afgreiðsla: Stjórn felur veitustjóra að koma á kerfi með sýn á yfirfall á dælustöðvum fráveitunnar.

 

Næsti stjórnarfundur verður fimmtudaginn 12. júní kl. 16-18.

 

Fundi slitið kl. 09:24

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?