170. fundur stjórnar Veitustofnana Seltjarnarness var haldinn í fundarsal bæjarstjórnar á bæjarskrifstofunni, fimmtudaginn 27. ágúst 2025 kl. 08:00.
Mættir: Svana Helen Björnsdóttir, formaður veitustjórnar sem stýrði fundi, Þór Sigurgeirsson, Guðmundur Jón Helgason,Garðar Svavar Gíslason, Halla Helgadóttir, Svava Sverrisdóttir, fjármálastjóri Seltjarnarnesbæjar sat fundinn undir 1. lið.
Fundarritari: Arnar Óli Einarsson, veitustjóri.
Dagskrá:
1. 2024060090 - Fjárhagsstaða veitna á fyrri helmingi ársins
Farið yfir fjárhag veitna og rekstursuppgjör veitustofnana Seltjarnarness fyrstu 6 mánuði ársins 2025.
Afgreiðsla: Fjármálastjóri fór yfir rekstrartölur veitustofnana Seltjarnarnesbæjar fyrir fyrri helming ársins, þ.e. 1.1. – 1.6. 2025. Tölur líta vel út og er rekstur allra þriggja veitustofnana bæjarins samkvæmt áætlun. Á fundinum var rætt hvort að hækka þyrfti gjaldskrá hitaveitu. Niðurstaðan var að ekki væri þörf á hækkun að sinni.
2. 2025060083 - Vinnslueftirlit hitaveitu, framtíðaráætlun
Áætlun kynnt og umræða um það hvernig vinnslueftirlit hitaveitu skuli fara fram næstu árin.
Afgreiðsla: Rætt um framíðarfyrirkomulag vinnslueftirlits hitaveitu Seltjarnarness. Veitustjóri leggur til að fundinn verði hentugur samstarfsaðili í vinnslueftirlit framtíðarinnar. Veitustjóra falið að koma með rökstudda tillögu um samstarfsaðila fyrir næsta stjórnarfund.
3. 20252024110158 - Framkvæmdir 2025
Yfirferð um framkvæmdir í hitaveitu, vatnsveitu og fráveitu á árinu 2025.
Afgreiðsla: Veitustjóri greindi frá framvindu þeirra verkefna sem í gangi eru og unnin hafa verið á árinu 2025. Einnig greindi hann frá fyriráætlunum um verkefni sem eru á döfinni er á næstunni. Áfram verður unnið með verkefnayfirlit til næstu ára.
4. Önnur mál
Rætt að tölur um mengun og vatnsgæði komi til Stjórnar Veitustofnana.
Fundi slitið kl. 10:03