Fara í efni

Stjórn veitustofnana

171. fundur 25. september 2025 kl. 16:00 - 17:55 fundarsal bæjarstjórnar að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi

171. fundur stjórnar Veitustofnana Seltjarnarness var haldinn í fundarsal bæjarstjórnar á bæjarskrifstofunni, fimmtudaginn 25. september 2025 kl. 16:00.

Mættir: Svana Helen Björnsdóttir, formaður veitustjórnar sem stýrði fundi, Þór Sigurgeirsson, Guðmundur Jón Helgason, Garðar Svavar Gíslason, Svava Sverrisdóttir, fjármálastjóri Seltjarnarnesbæjar sat fundinn undir 1. lið.

Fundarritari: Arnar Óli Einarsson, veitustjóri.

Dagskrá:

1. 2025080248 - Fjárhagsstaða veitna á fyrri helmingi ársins

Farið yfir fjárhag veitna og rekstursuppgjör veitustofnana Seltjarnarness fyrstu 6 mánuði ársins 2025.

Afgreiðsla: Fjármálastjóri fór yfir rekstrartölur veitustofnana Seltjarnarnesbæjar fyrir tímabilið 1.1. – 31.7. 2025. Rekstur veitna bæjarins er samkvæmt áætlun.

2. 20252024110158 – Staða verkefna 2025

Yfirferð um framkvæmdir í hitaveitu, vatnsveitu og fráveitu á árinu 2025.

Afgreiðsla: Veitustjóri greindi frá framvindu þeirra verkefna sem í gangi eru og unnin hafa verið á árinu 2025.

3. 2025060083 - Vinnslueftirlit hitaveitu, framtíðaráætlun

Áætlun kynnt og umræða um það hvernig vinnslueftirlit hitaveitu skuli fara fram næstu árin.

Afgreiðsla: Rætt um framtíðarfyrirkomulag vinnslueftirlits hitaveitu Seltjarnarness. Veitustjóri leggur til að samstarf bæjarins við Vatnaskil haldi áfram.

4. 20252024110158 - Framkvæmdaáætlun 2026 - 2027

Yfirferð um nauðsynlegar framkvæmdir í hitaveitu, vatnsveitu og fráveitu á næstu árum.

Afgreiðsla: Veitustjóri greindi frá fyrirætlunum um verkefni sem eru á döfinni á næstu misserum og árum. Veitustjóri kynnti einnig verkefnastýringarkerfið Asana sem að hann hefur verið að nýta sér við rekstur og áform veitustofnana. Áfram verður unnið með verkefnayfirlit til næstu ára.

 

Fundi slitið kl. 17:55

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?