173. fundur stjórnar Veitustofnana Seltjarnarness var haldinn í fundarherbergi skipulags- og umhverfissviðs á Austurströnd 4, fimmtudaginn 13. nóvember 2025 kl. 16:00.
Mættir: Svana Helen Björnsdóttir, formaður veitustjórnar sem stýrði fundi, Þór Sigurgeirsson, Guðmundur Jón Helgason, Karen María Jónsdóttir, Garðar Svavar Gíslason, Svava G. Sverrisdóttir, fjármálastjóri sat fundinn undir 1. og 2. lið.
Fundarritari: Arnar Óli Einarsson, veitustjóri.
Dagskrá:
1. 2025080248 - Fjárhagsstaða veitna sameiginlegur kostnaður
Farið yfir bókhaldsliðinn „sameiginlegur kostnaður veitna“ í bókhaldi Seltjarnarnesbæjar með bókara bæjarins og fjármálastjóra.
Afgreiðsla: Fjármálastjóri Seltjarnarnesbæjar fór yfir bókhaldsliðinn sameiginlegur kostnaður veitna og skýrði fyrir veitustjórn.
2. 2025080248 - Fjárhagsstaða veitna
Farið yfir fjárhagsstöðu veitustofnana Seltjarnarnesbæjar og hækkunarþörf á gjaldskrá veitustofnana, þ.m.t. gjaldskrá hitaveitu Seltjarnarness.
Afgreiðsla: Veitustjóri fór yfir og skýrði fjárfestingarþörf veitna næstu tvö ár, þ.e. 2026 og 2027. Forgangsröðun verkefna rædd og staðfest. Veitustjóri gerði grein fyrir áætluðum kostnaði verkefna. Kynntar voru sviðsmyndir varðandi hækkun gjaldskrár til að mæta resktrar- og framkvæmdakostnaði. Farið yfir gjaldskrárgögn frá öðrum veitum. Tillaga um að hækka gjaldskrá 10% lögð fram og samþykkt samhljóða. Tillögu vísað til bæjarráðs til samþykktar við gerð fjárhagsáætlunar Seltjarnarnesbæjar fyrir árið 2026.
Garðar Svavar vék af fundi undir þessum lið
3. 20252024110158 – Staða verkefna 2025
Yfirferð um framkvæmdir í hitaveitu, vatnsveitu og fráveitu á árinu 2025.
Afgreiðsla: Veitustjóri greindi frá framvindu þeirra verkefna sem í gangi eru og unnin hafa verið á árinu 2025.
4. Önnur mál
Afgreiðsla: engin önnur mál
Fundi slitið kl. 17:23