Fara í efni

Stjórn veitustofnana

60. fundur 07. apríl 2005

60. fundur stjórnar veitustofnana, haldinn fimmtudaginn 07.04.05 kl. 16 í fundarsal bæjarstjórnar.

Mættir: Guðmundur Jón Helgason, Pétur Árni Jónsson, Kristín Ólafsdóttir, Guðjón Jónsson, Jón H. Björnsson, hitaveitustjóri og Jónmundur Guðmarsson, sem jafnframt ritaði fundargerð.

1. Ársreikningur Hitaveitu Seltjarnarness árið 2004 lagður fram og staðfestur samhljóða. Stjórn og hitaveitustjóri árituðu ársreikninginn.

2. Ársreikningur Vatnsveitu Seltjarnarness árið 2004 lagður fram og staðfestur samhljóða. Stjórn áritaði ársreikninginn..

3. Ársreikningur Fráveitu Seltjarnarness árið 2004 lagður fram og staðfestur samhljóða. Stjórn áritaði ársreikninginn.

 

4. Lagt fram yfirlit yfir rekstrarstöðu HS fyrstu tvo mánuði ársins. 

 

5. Lögð fram Vinnslueftirlitsskýrsla Vatnaskila frá feb. 2005.  Stjórnin var sammála um að stöðugt ástand borhola og vatnsbúskapar veitunnar kalli einungis á ítarlega vinnslueftirlitsskýrslu annað hvert ár.  Formanni og hitaveitustjóra falið að óska eftir endurskoðun á samstarfssamningi Vatnaskila og HS með tilliti til þessa.

 

6. Önnur mál

a)  Rætt um styrkbeiðni dags. 01.02.05 vegna þjálfunar á hjálparhundi. (mál. 2005050014).  Samþykkt að leggja verkefninu lið með 300.000 kr. styrk. 

 

b)      Byggingarfulltrúi bæjarins mætti og gerði grein fyrir undirbúningi að byggingu dælustöðvar fráveitu við Tjarnarstíg og viðræðum við lóðaeigendur um staðsetningu stöðvarinnar.  Stjórn telur brýnt að látið verði reyna á hvort samningar um málið takist á næstu vikum, ella kunni að koma til beiðni um eignarnám til að verkefninu verði lokið.

 

Formaður greindi frá ósk eiganda fasteignarinnar að Steinavör 6 til að ræða við stjórn um málefni Vatnsveitunnar og álagningu vatnsskatts.  Stjórn felur formanni  að ræða við viðkomandi fyrir hönd stjórnarinnar.


Fleira var ekki gert og var fundi slitið kl. 17.45


Jónmundur Guðmarsson
(sign.)


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?