Fara í efni

Stjórn veitustofnana

62. fundur 14. nóvember 2005

62. fundur stjórnar veitustofnana, haldinn mánudaginn 14.11.05 kl. 12 í fundarsal bæjarstjórnar.

Mættir: Guðmundur Jón Helgason, Guðjón Jónsson, Jens Andrésson , Jón H. Björnsson, hitaveitustjóri og Jónmundur Guðmarsson, sem jafnframt ritaði fundargerð.

1. Fjárhagsáætlun 2006:  Lögð voru fram drög að fjárhagsáætlunum Hitaveitu Seltjarnarness, Vatnsveitu Seltjarnarness og Fráveitu Seltjarnarness fyrir árið 2006.  Stjórn samþykkti fjárhagsáætlanir veitnanna sanhljóða.

2. Málefni fráveitu Seltjarnarness.  Formaður lagði fram minnisblað tæknideildar vegna skolpmengunar við Seltjarnarnessi skv. skýrslu Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis.  Stjórnin telur brýnt að leitað verði skýringa á mögulegri bilun eða stíflun fráveitkerfis við Norðurströnd.  Einnig er mikilvægt að efla eftirlit með veitunni og telur stjórn að samstarf við OR geta komið til greina í þeim efnum.   Þá telur stjórn nauðsynlegt að niðurstaða fáist hið bráðasta í viðræðum bæjar og lóðareiganda við Tjarnarstíg vegna byggingar dælustöðvar.  Var formanni falið að ræða við hlutaðeigandi og kynna stjórn mögulegar leiðir við framkvæmdina á næsta fundi. 

Fleira var ekki gert og var fundi slitið kl. 13.10.

Jónmundur Guðmarsson
(sign.)



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?