Fara í efni

Stjórn veitustofnana

63. fundur 20. mars 2006

Mættir: Guðmundur Jón Helgason, Guðjón Jónsson, Jens Andrésson , Friðrik Friðriksson, Jón H. Björnsson, hitaveitustjóri og Jónmundur Guðmarsson, sem jafnframt ritaði fundargerð.

1.  Rekstrarstaða HS 2006:  Lagt fram yfirlit yfir rekstur Hitaveitu Seltjarnarness það sem af er ári. Rekstur veitunnar er í ágætu samræmi við samþykkta fjárhagsáætlun en ljóst að framkvæmdir við Sundlaug Seltjarnarness munu að einhverju leyti draga úr áætluðum tekjum ársins.

2. Málefni fráveitu Seltjarnarness.  Formaður gerði grein fyrir stöðu mála vegna byggingar dælustöðvar við Tjarnarstíg og viðræðum við lóðaeigendur.  Fyrir liggja drög að samningi við umrædda aðila ásamt uppdrætti af svæðinu.   Stjórn veitustofnana lýsir ánægju með fyrirhugaða lausn og mælir með því við bæjaryfirvöld að leitað verði samninga að grundvelli fyrirliggjandi gagna. 

3. Erindi HÞH, dags. 22.12.05 vegna vatnsskatts.  Formanni falið að leita álits lögmanna bæjarins á túlkun heimildarákvæðis laga um vatnsveitur nr. 32./2004 vegna töku vatnsskatts. 

Fleira var ekki gert og var fundi slitið kl. 17.00.Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?