Fara í efni

Stjórn veitustofnana

68. fundur 05. september 2007

68. fundur stjórnar veitustofnana, haldinn þriðjudaginn 05.09.07 kl. 16.00 í fundarsal bæjarstjórnar.

Mættir: Guðmundur Jón Helgason, Sjöfn Þórðardóttir, Jens Andrésson , Guðmundur Magnússon, Jón H. Björnsson, hitaveitustjóri og Jónmundur Guðmarsson, sem jafnframt ritaði fundargerð.


  1. Rekstur HS 2007.  Lagt var fram yfirlit yfir rekstrarstöðu HS á árinu.  Rekstur er í ágætu samræmi við áætlun.

  2. Endurskoðaðar fjárhagsáætlanir Hitaveitu Seltjarnarness, Vatnsveitu Seltjarnarness og Fráveitu Seltjarnarness.  Formaður lagði fram og kynnti drög að endurskoðuðum fjárhagsáætlunum ofangreindra veitna fyrir árið 2007.  Að loknum umræðum samþykkti Stjórn veitustofnana samhljóða framlagðar fjárhagsáætlanir og vísar til afgreiðslu í bæjarstjórn.

  3. Önnur mál
  • Kynnt ákvörðun bæjarstjórnar um upptöku fráveitugjalds frá og með 1. janúar 2008.  Stjórnveitustofnana fagnar því að bæjaryfirvöld hafi brugðist hratt og vel við ábendingu stjórnarinnar.

  • Dælustöð við Tjarnarstíg. Greint var frá því að Karl Axelsson, lögmaður, hefur tekið að sér að hefja undirbúning að eignarnámsferli vegna dælustöðvar við Tjarnarstíg í samræmi við fyrri ákvörðun stjórnar þar sem samningar við ætlaða landeigendur liggja enn ekki fyrir.

  • Rætt um fyrirhugaða för stjórnar til Húsavíkur til að kynna sér veitumál og rafmagnsframleiðslu með heitu vatni.  Stefnt er að kynnisferðinni seinni hluta októbermánaðar.

 

Fleira var ekki gert og var fundi slitið kl. 17.00.


Jónmundur Guðmarsson
(sign)Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?