Fara í efni

Stjórn veitustofnana

76. fundur 06. júní 2008

76. fundur stjórnar veitustofnana, haldinn 06.06.08 kl. 08.00 á bæjarskrifstofum.

Mættir: Guðmundur Jón Helgason, Sjöfn Þórðardóttir, Jens Andrésson, Guðmundur Magnússon, Jón H. Björnsson  Jónmundur Guðmarsson, sem jafnframt ritaði fundargerð.

  1. Starf veitustjóra. Jón H. Björnsson hefur farið fram á að færast úr starfi veitustjóra í annað starf á vegum HS.  Samkvæmt starfsmannastefnu bæjarins eiga stjórnendur sem náð hafa 65 ára aldri rétt á tilfærslu í starfi án breytinga á kjörum. Stjórn samþykkti samhljóða að verða við þeirri ósk og auglýst verði eftir nýjum veitustjóra sem bera mun ábyrgð á sameiginlum rekstri allra veitna Seltjarnarnesbæjar (HS, VS, FS).   JHB verði ráðinn sem ráðgjafi stjórnar fram að starfslokum í apríl 2009. Formanni falið að láta auglýsa starfið hið fyrsta með fulltingi Capacent ráðgjafar.
  2. Bréf VBS dags. 03.10.2007 með ósk um fund vegna HS.  Samþykkt samhljóða að senda fulltrúa stjórnar til fundar til að gera grein fyrir rekstri og umræðum um framtíðarsýn stjórnar HS.
  3. Rekstrarstaða HS.  Veitustjóri gerði grein fyrir rekstri HS en hann er í góðu samræmi við fjárhagsáætlun ársins.
  4. Bréf Lögmanna dags. 30.05.2008 með ósk um bætur vegna skemmda á heimaæð við Sefgarða 10.  Samþykkt samhljóða að fela lögmönnum veitustjórnar að fara yfir málið.
  5. Önnur mál
    • Samþykkt að hefja vinnu við gerð áhættumats og aðgerðaráætlun veitna vegna hamfarahættu.

 
Fleira var ekki gert og var fundi slitið kl. 09.00.

Jónmundur Guðmarsson
(sign.)Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?