Fara í efni

Stjórn veitustofnana

17. nóvember 2008

 

80. fundur stjórnar veitustofnana, haldinn 17.11.08 kl. 08.15 á bæjarskrifstofum.

 

Mættir: Guðmundur Jón Helgason,  Sjöfn Þórðardóttir, Jens Andrésson, Guðmundur Magnússon og  Jónmundur Guðmarsson, sem jafnframt ritaði fundargerð.

  1. Fjárhagsáætlun 2009.  Drög að fjárhagsáætlunum veitna lögð fram og kynnt.  Einnig nýjar forsendur bæjarstjórnar Seltjarnarness við gerð fjárhagsáætlunar 2009.  Fjárshagsáætlanir HS., VS., FS verða sendar stjórnarmönnum til nánari yfirferðar milli umræðna í bæjarstjórn.
  2. Starf veitustjóra.  Formaður reifaði hugmyndir um tilhögun starfs veitustjóra miðað við nýjar aðstæður og sameiginlegrar stjórnar á HS, VS, og FS.  Samþykkt að fela formanni að taka saman minnisblað um málið.
  3. Nýtt mælakerfi.  Hitaveitustjóri kynnti nýtt fyrirkomulag mæla og aflestrar HS.  Samþykkt að óska eftir kostnaðarmati frá bjóðanda (Frumherja).
  4. Rektrarstaða HS, VS og FS.  Lögð fram rekstraryfirlit.
  5. Drög að samþykktum veitna.  Lagt fram, umræðuy frestað.
    Fleira var ekki gert og var fundi slitið kl. 09.15.

    Jónmundur Guðmarsson
    (sign)
Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?