Fara í efni

Stjórn veitustofnana

03. febrúar 2009

81. fundur stjórnar veitustofnana, haldinn 03.02.09 kl. 08.15 á bæjarskrifstofum.

Mættir: Guðmundur Jón Helgason,  Sjöfn Þórðardóttir, Jens Andrésson og  Jónmundur Guðmarsson, sem jafnframt ritaði fundargerð. Guðmundur Magnússon boðaði forföll.

  1. Rekstrarstaða veitna.  Yfirlit yfir rekstur veitna árið 2008 lögð fram og kynnt Rekstur veitna er í ágætu samræmi við fjárhagsáætlun 2008 ef frá eru skyldar mun hærri afskriftir af borholum og dælustöðvum en síðustu ár.  Formanni falið að ræða við endurskoðendur um eðlilegt afskriftahlutfall viðkomandi eigna.
  2. Starf bæjarverkfræðings.  Formaður gerði grein fyrir ráðningu verkfræðings til tækni- og umhverfissviðs sem mun m.a. hafa umsjón með rekstri veitna sbr. auglýsingu.  Samþykkt að fela viðkomandi starfsmanni að vinna að greiningu og stefnumótun veitna í samstarfi við stjórn að ráðningu lokinni.
  3. Endurskoðun og ársreikningur 2008. Formaður gerði grein fyrir tilhögun endurskoðunar og gerð ársreikninga veitna fyrir síðasta ár.

Jónmundur Guðmarsson
(sign)

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?