83. fundur stjórnar veitustofnana, haldinn 20.05.09 kl. 09.00 á bæjarskrifstofum.
Mættir: Guðmundur Jón Helgason, Sjöfn Þórðardóttir, Guðmundur Magnússon, Ólafur Melsted, Stefán E. Stefánsson og Jónmundur Guðmarsson, sem jafnframt ritaði fundargerð. Jens Andrésson boðaði forföll.
- Drög að samþykktum veitna. Fyrirliggjandi drög samþykkt samhljóða og vísað til bæjarstjórnar til staðfestingar.
- Færsla afldreifistöðvar við Byggarða. Lögð fram tillaga um færslu afldreifistöðvar Hitaveitu Seltjarnarness frá Bygggörðum 3 að borholu sex við Bygggarða.. Framkvæmdakostnaður nemur um 50 mkr. Samþykkt samhljóða hefja hönnun og undurbúning framkvæmda. Formanni falið að kanna hentugustu leiðir til fjármögnunar.
Fleira var ekki gert og var fundi slitið kl. 10.00.
Jónmundur Guðmarsson
(sign.)