Fara í efni

Stjórn veitustofnana

09. september 2009

85. fundur hjá stjórn veitustofanana haldinn miðvikudaginn 9. september 2009 kl. 08:00 að Austurströnd 2.

Mættir:
Jens Andrésson, Guðmundur Helgason, Guðmundur Magnússon, Sjöfn Þórðardóttir (fjarverandi), Ásgerður Halldórsdóttir, Ólafur Melsteð og Stefán Eiríkur Stefánsson.

Efni fundar

 1. Staða mála vegna byggingar afldreifistöðvar við Bygggarða
  Stjórn var kynnt niðurstöður fundar með Verkís ehf.
  a)     Lögð var fram kostnaðaráætlun vegna fyrirhugaðra framkvæmda við flutning afldreifistöðvar.
  b)    Samantekt lögð fram um mat Verkís ehf varðandi útboðsskyldu.
  c)     Tillögur OR voru kynntar varðandi bráðabirgða aðstöðu efst í Bygggörðum.
  d)    Staða Þyrpingar ehf varðandi framlengingu á leigutíma er enn óljós. Bæjarstjóra og Stefáni falið að vinna áfram með málið.
 2. Kynning á fyrirhugaðri fráveituframkvæmd Suðurströnd-Norðurströnd
  SES kynnti að í næstu viku verður rennslismælum komið fyrir í brunnum við Tjarnarstíg sem og á Norðurströnd. SES var falið að fylgja verkinu eftir og kynna þegar upplýsingar liggja fyrir.
 3. Landupplýsingakerfi Seltjarnarness (LUKS)
  SES kynnti kostnaðarmat varðandi innmælingar á lögnum veitna. Reikna má með að verkefnið taki 3-5 ár. Samþykkt var að gera ráð fyrir fjármögnun á LUKS verkefninu í drögum að fjárhagsáætlun þegar hún verður kynnt stjórn.
 4. Minnisblað – fundur með Hrefnu Kristmannsdóttur
  SES lagði fram minnisblað um  fund með Hrefnu Kristmannsdóttur. Vilji var innan stjórnar að gera ákveðnar grunnrannsóknir varðandi þolmörk/ áraun jarðhitakerfisins mm.
  Umræðu verður haldið áfram á næsta fundi.
 5. Minnisblað – skoðunarferð hjá Selfossveitum
  SES lagði fram minnisblað um skoðunarferðina til Selfossveitna.
 6. Kostnaðaráætlun á fyrirhuguðum framkvæmdum hitaveitu
  SES lagði fram áætlaðan kostnað vegna ýmissa útistandanda framkvæmda hjá veitunum.  Bæjarstjóra og Stefáni falið að vinna áfram með málið og gera drög að viðhaldsáætlun fyrir næsta fund stjórnar.
 7. Önnur mál
  1.   SES mun skoða/senda út nýjar dagsetningar vegna veitufunda til áramóta
  2.   ÓM kynnti að byggingarreitur á athafnasvæði garðyrkjudeildar verður stækkaður í skipulagi vestursvæðis.

Fundi slitið kl. 9:00. Næsti fundur verður 6. okt. n.k. kl. 8:00

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?