Fara í efni

Stjórn veitustofnana

26. október 2009

86. fundur hjá veitustofnun Seltjarnarness haldinn mánudaginn 26. október 2009 kl. 08:00 að Austurströnd 2.

Mættir:
Jens Andrésson, Guðmundur Helgason, Guðmundur Magnússon, Sjöfn Þórðardóttir, Ásgerður Halldórsdóttir, Ólafur Melsteð og Stefán Eiríkur Stefánsson.

Efni fundar

 1. Staða mála vegna færslu hitaveitunnar úr Bygggörðum 3.
  Formaður veitustjórnar (ÁH) kynnti stöðu mála gagnvart Þyrpingu ehf. Ræddar voru hugmyndir varðandi færslu hitaveitunnar.
 2. Framtíðarsýn veitustofnanna- fyrstu drög
  Lögð voru fram drög að stefnumörkun veitustofnana. Umræðu verður haldið áfram á næsta fundi.
 3. Staða mála á rennslismælingum vegna byggingar dælubrunns við Tjarnarstíg
  Upplýst var að málið sé enn í vinnslu.
 4. SES lagði fram viðhaldsþörf- áætlað kostnaðarmat fyrir næstu árin.
  SES lagði fram drög að viðhaldsáætlun fyrir veiturnar næstu árin.  SES falið að vinna þetta áfram með fjármálastjóra bæjarins fyrir næsta fund.. 
 5. Staða mælalestra, innkaup á nýjum mælum
  SES benti á að mælar í sveitarfélaginu eru komnir á tíma (8 ára á næsta ári). Samþykkt var að fela SES að panta mæla (300-600 stk.) og vinna áfram með málið. SES mun kanna tilboð í mælaskipti eða hvort hægt er að nýta mannskap hjá þjónustumiðstöð í uppsetningu á mælum.
 6. Næsti fundur
  Næsti fundur er fyrirhugaður 17. nóvember kl. 8:00 nema aðrar óskir þar um komi fram á næstu dögum.

 

Fundi slitið kl. 9:10

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?