Fara í efni

Stjórn veitustofnana

30. mars 2010
89. fundur hjá veitustofnun Seltjarnarness haldinn miðvikudaginn 30. mars 2010 kl. 16:00 að Austurströnd 2.

Mættir: Jens Andrésson, Guðmundur Helgason, Guðmundur Magnússon, Sjöfn Þórðardóttir, Ásgerður Halldórsdóttir og Stefán Eiríkur Stefánsson.

Efni fundar

 

 1. Dælubrunnur við Steinavör.
 2. SES kynnti erindi HÞH. SES var falið að skoða málið frekar.

 

 1. Fráveita - kynning á rennslisskýrslu Verkís ehf
 2. SES kynnti skýrslu Verkis ehf mælingu á fráveiturennsli í brunnum við Tjarnarstíg sem og á Norðurströnd.  

 

 1. Bygggarðar – kynning á stöðu v/ flutnings á stýringum fyrir borholur
 2. Staða mála kynnt fyrir stjórn. Fyrirhugaður er samræmingarfundur með veituaðilum viku 14. SES falið að fylgja málinu eftir.

 

 1. Bygggarðar – kynning á stöðu v/endurnýjunar á dæluhúsi yfir borholu 4
 2. Staða mála kynnt fyrir stjórn. Kostnaður og gerð byggingar var kynnt. Fyrirhuguð bygging á borholuhúsi er í grenndarkynningu. SES falið að fylgja málinu eftir.

 

 1. Lindarbraut – kynning á stöðu v/ endurnýjunar á tíðnibreytum mm.
 2. Staða mála var kynnt fyrir stjórn varðandi fyrirhugaða endurnýjun í dælustöð við Lindarbraut, sem áætluð er um mánaðarmótin apríl /maí. Slökkva þarf á hitaveitunni í um 6 klst meðan á framkvæmdum stendur.  Ennfremur verður unnið að endurbótum á stofnlögnum á nokkrum stöðum innan bæjarins. SES falið að fylgja málinu eftir.

 

 1. Sefgarðar – Kynning á fyrirhuguðum flutning á núverandi veitulögnum vegna aðkomuvegar að Lækningaminjasafni
 2. Staða mála kynnt fyrir stjórn. SES falið að fylgja málinu eftir.

 

 1. Lækningaminjasafn – Veitulagnir í nýja götu (Fráveita, vatnsveita, hitaveita og ljósastaurastrengir)
 2. Fyrirhugaðar framkvæmdir við lagnagerð að Lækningaminjasafni voru kynntar og SES falið að fylgja málinu eftir.

 

 1. Önnur mál

Fundi slitið kl. 17:00,

Næsti fundur verður tilkynntur síðar.

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?