Fara í efni

Stjórn veitustofnana

04. nóvember 2010

92. fundur hjá Veitustofnun Seltjarnarness haldinn fimmtudaginn 4. nóvember 2010 kl. 16:30 að Austurströnd 2.

Mættir: Ásgerður Halldórsdóttir, Guðmundur Jón Helgason, Sjöfn Þórðardóttir, Friðrik Friðriksson og Magnús Rúnar Dalberg.

Áheyrnarfulltrúi: Jens Andrésson, boðaði forföll.

Aðrir sem sátu fundinn Stefán Eiríkur Stefánsson, forstöðumaður veitustofnanna og Gunnar Lúðvíksson fjármálastjóri. ÁH ritaði fundargerð.

Dagskrá:

  1. SES upplýsti um stöðu framkvæmda m.a. endurnýjun á stýrikerfi við Lindarbraut og endurnýjun á stýrikerfi við Bygggarða.  Einnig sagði hann frá endurnýjun á borholuhúsi við Bygggarða og sagði frá helstu viðgerðum sem veiturnar hafa þurft að sinna í haust.  SES fór yfir kostnaðartölur varðandi breytingarnar á stýribúnaðinum og rakti skiptingu þeirra niður á mánuði ársins 2010.  SES upplýsti að þessar framkvæmdir væru á lokastigi og myndu klárast í nóvember.
  2. Lögð fram drög að fjárhagsáætlun ársins 2011 fyrir Vatns-, Frá-, og Hitaveitu, afgreiðslu fresta til næsta fundar.
  3. Önnur mál
    • MD ræddi ýmis mál varðandi rekstur veitnanna.
    • ÁH dreifði ýmsum gögnum frá sl. ári til nýrra stjórnarmanna til upplýsinga.
    • Næsti fundur ákveðinn að viku liðinni.

Fleira ekki tekið fyrir.

Fundi slitið kl. 18:05. 

Ásgerður Halldórsdóttir (sign.), Guðmundur Jón Helgason (sign.), Sjöfn Þórðardóttir (sign.), Friðrik Friðriksson (sign) og Magnús Rúnar Dalberg (sign.).   

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?