Fara í efni

Stjórn veitustofnana

15. september 2011

97. fundur hjá Veitustofnun Seltjarnarness haldinn fimmtudaginn 15. september 2011 kl. 08:00 að Austurströnd 2.

Mættir: Ásgerður Halldórsdóttir, Guðmundur Jón Helgason, Sjöfn Þórðardóttir, Friðrik Friðriksson og Magnús Dalberg.

Áheyrnarfulltrúi: Jens Andrésson.

Einnig sat fundinn Stefán Eiríkur Stefánsson veitustjóri.

Dagskrá:

  1. Nýr Hitaveitubæklingur kynntur.
    Formaður kynnti nýjan bækling sem dreifa á til allra íbúa bæjarins með faglegum upplýsingum um hitaveitu bæjarins. Nefndarmenn lýstu ánægju sinni með þennan bækling.
  2. Farið yfir framkvæmdir sumarsins.
    SES fór yfir helstu verkefni sumarsins. Mikið hefur verið um leka viðgerðir.
  3. Farið yfir framkvæmdir haustsins.
    SES nefndi m.a. framkvæmdir við Lindarbraut/Suðurströnd framhald af aðgerðum sem hófust 2006. Farið verður í fráveituframkvæmdir á Suðurströnd. Brunnurinn á Suðurströnd verður tekinn upp og skipt um dælu. Ræddi fyrirhugaðar framkvæmdir við dælustöð við Elliða og lagnir upp að Lækningaminjasafni.
  4. Samstarf við Háskólann á Akureyri.
    Sett var litarefni niður í borholur samkvæmt eftirliti Hrefnu Kristmannsdóttur. BS nemandi frá HA mun vinna tölfræðilega skýrslu fyrir okkur vegna m.a. þessara rannsóknar. Ákveðið að fá Hrefnu á fund nefndarinnar þegar niðurstöður liggja fyrir.
  5. Styrkur til tölvukaupa við Grunnskóla Seltjarnarness.
    Samþykkt kr. 1.000.000.- af fulltrúm meirihlutans, MD sat hjá.
    Bókun frá MD :
    Undirritaður fulltrúi Samfylkingarinnar í stjórn VS lýsir fullum skilningi á þörf Grunnskóla Seltjarnarness fyrir endurnýjun á tölvuveri enda er það komið efst á forgangslista um endurnýjun á tækjum skólans. Hins vegar er ekki eðlilegt að þjónustufyrirtæki í eigu sveitarfélags, sem selur íbúum heitt vatn, fjármagni slíkt með hitaveitureikningum, enda óheimilt samkvæmt 9. Gr. III kafla um B-hluta fyrirtæki sveitarfélaga. (Auglýsing nr. 790/2001) um reikningsskil sveitarfélaga). Brot eins og þessi fjárveiting er getur seinna komið fjárhagslega illa niður á Hitaveitu Seltjarnarness. Seltjarnarnesbær hefur skýran skattstofn til reksturs grunnskólans en það er útsvar bæjarbúa. Kostnað vegna endurnýjunar á tölvuveri Grunnskóla Seltjarnarness á að greiða af þeim skattstofni.
    Magnús Dalberg, fulltrúi Samfylkingarinnar (sign).
  6. Fjárhagsáætlun ársins 2011.
    SES og bæjarstjóri fóru yfir rauntölur í september.
  7. Undirbúningur fyrir fjárhagsáætlun ársins 2012.
    Bæjarstjóri upplýsti undirbúningur er í fullum gangi farið verður yfir drög á næsta fundi í október.
  8. Önnur mál.
    FF spurði um Kiosk við Hákarlaskúr.

Fundi slitið kl. 9:15

Ásgerður Halldórsdóttir (sign.), Guðmundur Jón Helgason (sign.), Sjöfn Þórðardóttir (sign.), Friðrik Friðriksson (sign), Jens Andrésson og Magnús Dalberg (sign.).

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?