Fara í efni

Stjórn veitustofnana

07. nóvember 2011

98. fundur hjá Veitustofnun Seltjarnarness haldinn mánudaginn 7. nóvember 2011 kl. 16:15 að Austurströnd 2

Mættir: Ásgerður Halldórsdóttir, Guðmundur Jón Helgason, Sjöfn Þórðardóttir, Friðrik Friðriksson og Magnús Dalberg.

Áheyrnarfulltrúi: Jens Andrésson boðaði forföll.

Stefán Eiríkur Stefánsson boðaði forföll.

Dagskrá:

  1. Fjárhagsáætlun ársins 2012 lögð fram.
    Formaður kynnti forsendur er lágu að baki.
    Vatnskattur 0,12% og fráveitugjald 0,11%.
    Gjaldskrá hitaveitu hækkar um breytingu á vísitölu innan ársins 2011, gjaldið hækkar í kr. 65.- fyrir árið 2012..
    Fjárhagsáætlun ársins 2012 samþykkt með 4 atkvæðum gegn einu.

    Magnús Dalberg lagði fram eftirfarandi bókun:
    Bókun fulltrúa Samfylkingar vegna fjárhagsáætlunar fyrir árið 2012
    Bæjarfélögum á Íslandi ber að fara eftir lögum og reglugerðum sem um þau gilda. Í reglugerð 944/2000 um bókhald og ársreikninga sveitarfélaga, kemur fram í 5. Grein:
    Skipting á beinum rekstrarkostnaði.
    1) Í bókhaldi sveitarfélaga skal lögð áhersla á að leiða fram beinan rekstrarkostnað einstakra rekstrareininga á reikningsárinu.
    2) Gera skal reikninga fyrir hlutdeild í beinum rekstrarkostnaði svo og vöru og þjónustu, sem einstakar rekstrareiningar sveitarfélagsins fá frá öðrum rekstrareiningum þess. Reikningar þessir skulu ekki nema hærri fjárhæð en sem nemur kostnaði vegna viðkomandi rekstrarþáttar og skulu þeir færðir í bókhaldi viðkomandi rekstrareiningar með reglubundnum hætti innan reikningsársins.
    Í þessari fjárhagsáætlun Veitustofna Seltjarnarness fyrir árið 2012 er m.a. gerðar áætlanir um kostnað á þjónustuþætti bæjarsjóðs við veiturnar undir liðnum hlutdeild B í A og áætlun á leigu vatnsréttinda. Um langt skeið eins og við þess fjárhagsáætlun, hefur meirihlutinn áætlað kostnað langt umfram raunkostnað og síðan gjaldfært ekki raunkostnaðinn heldur hina ríflegu kostnðaráætlanir. Það að gjaldfæra áætlanir og leiða ekki fram beinan rekstrarkostnað t.d. með verkbókhaldi, er skýlaust brot á reglugerðinni hér að ofan. Þess vegna get ég ekki stutt þess fjárhagsáætlun.
    Mikilvægt er að fjármál Bæjarsjóðs og Veitustofnun séu gagnsæ og að bæjarbúar geti treyst því að lögum og reglugerðum sem gilda um bókhald og ársreikninga sveitarfélaga séu virt af bæjaryfirvöldum. Furðu sætir að meirihluti stjórnar Veitustofnan Seltjarnarness sé mótfallin þessu eðlilega og löglega verklagi sem reglugerðin kallar eftir.
    Magnús Dalberg sign.

    Bókun fulltrúa meirihlutans:
    Meirihlutinn vill ítreka að ársreikningar Veitstofnana hafa verið endurskoðaðir af löggiltum endurskoðendum bæjarins og engar athugasemdir hafa borist um að ekki hafi verið farið eftir lögum og reglum um bókhald og ársreikninga.
    Ásgerður Halldórsdóttir sign, Friðrik Friðriksson sign, Guðmundur Jón Helgason sign og Sjöfn Þórðardóttir sign.

Fundi slitið kl. 16:40

Ásgerður Halldórsdóttir (sign.), Guðmundur Jón Helgason (sign.), Sjöfn Þórðardóttir (sign.), Friðrik Friðriksson (sign) og Magnús Dalberg (sign.).

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?