Fara í efni

Stjórn veitustofnana

28. ágúst 2012
101. fundur hjá Veitustofnun Seltjarnarness haldinn þriðjudaginn 28. ágúst 2012 kl. 16:00 að Austurströnd

Mættir: Ásgerður Halldórsdóttir, Guðmundur Jón Helgason, Sjöfn Þórðardóttir, Friðrik Friðriksson og Jens Andrésson.

Áheyrnarfulltrúi:. Magnús Dalberg boðaði forföll.

Einnig sat fundinn Stefán Eiríkur Stefánsson veitustjóri og Gunnar Lúðvíksson.

Dagskrá:

  1. Framkvæmdir sumarsins.
    SES upplýsti um framkvæmdir sumarsins hjá fráveitu, vatns- og hitaveitu.
  2. Framkvæmdir í vetur.
    SES fór yfir þær framkvæmdir sem unnið verður að í vetur.
  3. Gjaldskrá hitaveitu frá 1. nóvember 2012.
    Formaður lagði til að gjaldskrá yrði hækkuð:
    Heitt vatn til húshitunar hækkar um 3,00 krónur úr kr. 65,00 í kr. 68,00
    Heitt vatn til snjóbræðslu hækkar um 3, 00 krónur úr kr. 65,00 í kr. 68,00
    Heitt vatn til iðnaðar hækkar um 3,00 krónur úr kr. 65,00 í kr. 68,00
    Fastagjald hækkar um 300,00 krónur úr kr. 5.990,00 í kr. 6.290,00
    Gjald á heimæð fyrir hús allt að 300 fermetrar að stærð hækkar um 8.086,00 krónur úr kr. 161.904,00 í kr. 169.990,00
    300-1000 fermetrar að stærð hækkar um 10,00 krónur úr kr. 194,00 í kr. 204,00
    10000 fermetrar og yfir að stærð hækkar um 7,00 krónur úr kr. 130,00 í kr. 137,00
    Einn rennslismælir á grind hækkar um 2.411,00 krónur úr kr. 48.216,00 í kr. 50.627,00
    Hækkun samþykkt samhljóða og vísað til bæjarstjórnar til staðfestingar.
  4. Álagt vatnsveitugjald.
    Frá 1. nóvember 2012 verður vatnsveitugjald 0,11%.
    Samþykkt samhljóða
  5. Álagt fráveitugjald.
    Frá 1. nóvember 2012 verður fráveitugjald 0,12%.
    Samþykkt samhljóða
  6. Önnur mál.
    Aðstaða fyrir Vodafone í Dælustöð Hitaveitunar við Lindarbraut 13
    Veitustjórn gerir ekki athugasemd og vísar til skipulagsnefndar til samþykktar..

Fleira ekki tekið fyrir.

Fundi slitið kl. 17:17

Ásgerður Halldórsdóttir (sign.), Guðmundur Jón Helgason (sign.), Sjöfn Þórðardóttir (sign.), Friðrik Friðriksson (sign) og Jens Andrésson (sign.).

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?