Fara í efni

Stjórn veitustofnana

21. október 2014

113. fundur hjá Veitustofnun Seltjarnarness haldinn þriðjudaginn 21. október 2014 kl. 17:00 að Austurströnd 2.

Mættir: Ásgerður Halldórsdóttir, Guðmundur Jón Helgason, Lýður Þór Þorgeirsson, Axel Kristinsson og Magnús Dalberg. Fundargerð ritaði ÁH. Einnig sat og Gunnar Lúðvíksson fjármálastjóri.


Dagskrá:

  1. Fjárhagsáætlun frá-, vatns- og hitaveitu 2015, forsendur fjárhagsáætlunar:

Fráveitugjald

Af öllum fasteignum í Seltjarnarneskaupstað, sem liggja við vegi eða opin svæði, þar sem holræsalagnir liggja, skal greiða árlegt fráveitugjald til bæjarsjóðs Seltjarnarnes­kaupstaðar. Frá 1. desember 2014 hækkar fráveitugjaldið í 0,14% af fasteignamati allra húsa og lóða skv. lögum um skráningu og mat fasteigna nr. 6/2001 með síðari breytingum. Samþykkt með þremur atkvæðum gegn tveimur.

Vatnsgjald

Vatnsgjald af íbúðarhúsnæði lækkar í 0,10 hundraðshlutar af fasteignamati lóðar og vatnsgjald af atvinnuhúsnæði lækkar í 0,10 hundraðshlutar af fasteignamati lóðar. Samþykkt með fimm atkvæðum.

Heitt vatn

Eftirfarandi gjaldskrá, byggð á forsendum fjárhagsáætlunar 2015 lögð fram og samþykkt með þremur atkvæðum gegn tveimur.

Gjaldskrá Hitaveitu Seltjarnarness frá 1. desember 2014
Verð í krónum pr. tonn
Heitt vatn til húshitunar 76,00
Heitt vatn til snjóbræðslu 76,00
Heitt vatn til iðnaðar 76,00
Fastagjald 19,00
Heimæðagjald Hitaveitu Seltjarnarness, fyrir eina heimæð: Grunngjald til viðbótar á grunngjald
187.500
Gjald á heimæð fyrir hús allt að 300m³ að stærð 226.- per m³
Gjald á heimæð fyrir hús 300m³ til 1000m³ að stærð 151.- per m³
Gjald á heimæð fyrir hús 1000m³ og yfir að stærð
Einn rennslismælir á grind 55.820.-

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2015 fyrir frá-, vatns- og hitaveitu með gjaldskrár breytingum samþykkt með þremur atkvæðum gegn tveimur.

Bókun Magnúsar Dalberg 21.10.2014.

Fjárhagsáætlun 2015.

Tillaga formanns stjórnar Veitustofnunar um verulega hækkun á hitaveitugjöldum er að mínu mati óþörf. Frekar ætti að vinna í að lækka kostnað Hitaveitunnar sérstaklega gjöldin í lið 47 lykill 210 9694. Þátttaka Hitaveitunnar í rekstri bæjarskrifstofu 21-400 upp á krónur 14.599.297.- Ég hef skoðað fylgiskjöl þess lykil fyrir 2 árum og þar kom hvergi fram hvað var unnið fyrir Hitaveituna, fjöldi stunda, tímakaup, eða hver vann verkið. Að mínu mati ætti þessi liður einungis að vera um 1 milljón fyrir bókhald, símvörslu, þátttöku í kaffistofu o.s.frv. Tilhæfulaus gjaldfærsla er ekki frádráttarbær á móti skattskyldum tekjum Hitaveitunnar. Einnig er gjaldfærsla undir lið 47 lykill 370 4491 leigð vatnsréttindi 28-050 upp á krónur 30 milljónir. Aðalsjóður má ekki senda reikninginn í Hitaveituna, vegna þess að enginn kostnaður er bak við hann hjá aðalsjóði, heldur er hann tekjufærður í bókhaldi bæjarsjóðs. Hér má ekki gjaldfæra þennan tilbúna reikning á móti skattskyldum tekjum Hitaveitunnar. Legg til að þessir liðir verði lækkaðir um a.m.k. 33 milljónir og í staðinn verði hafinn undirbúningur að auka þjónustu Hitaveitunnar við bæjarbúa með það markmið í huga að Hitaveitan þjóni bæjarbúum allt viðhald varmaskipta og þjónustu við þá.

Sama má segja um þátttöku í rekstri bæjarskrifstofu í Vatnsveitunni kr. 11.723.227 og sami liður í Fráveitunni upp á kr. 11.735.197 en sáralítill raunkostnaður er bak við þessar tölur hjá Bæjarsjóði og þar með óheimilt að gjaldfæra.

Varðandi lækkunartillögu meirihlutans á Vatnsgjaldi þá tel ég hana of litla en þessi lækkun er þó skref í rétta átt og mætti halda áfram að lækka. Mikilvægt er að hætta gjaldfærslum á tilhæfulausum reikningum frá bæjarsjóði.

Varðandi hækkun tillögu meirihlutans á Fráveitugjaldi, þá tel ég hana óþarfa, en til þess að laga neikvætt eigið fé Fráveitunnar er mikilvægt að hætta gjaldfærslum á tilhæfulausum reikningum frá bæjarsjóði, skuldajafna og koma Fráveitunni í plús.

Markmið meirihlutans með rekstri Veitnanna að hluta til, hefur verið að sækja fjármuni úr Veitunum þremur og í Bæjarsjóð hátt í 100 milljónir á ári (innifl.útb.arður). Þannig hefur sennilega tala talin í milljörðum einn eða tveir verið teknir upp úr vösum okkar Seltirninga undanfarin 15 og 20 ár út úr veitunum og yfir í Bæjarsjóð. Seltjarnarnes er með þriðja hæsta útsvar á landinu í krónum talið, en það virðist ekki hafa dugað Bæjarsjóði.

Ég ætla að kanna við skattyfirvöld hvort skattlagabrot sé í gangi hjá Hitaveitunni samkvæmt umræðum mínum við bæjarstjóra á síðast stjórnarfundi.

Magnús R. Dalberg (sign)

Bókun bæjarstjóra.

Engin skattalagabrot hafa verið framin og vísar meirihlutinn ásökum Magnúsar Dalberg á bug enda hafa ársreikningar veitnanna verið staðfestir árlega af endurskoðendum bæarins ár hvert.

Ásgerður Halldórsdóttir (sign).

Fleira ekki tekið fyrir.

Fundi slitið kl. 17:43

Ásgerður Halldórsdóttir (sign.), Guðmundur Jón Helgason (sign.), Lýður Þór Þorgeirsson (sign.) Axel Kristinsson (sign) og Magnús Dalberg (sign).

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?