Fara í efni

Stjórn veitustofnana

02. nóvember 2015

117. fundur hjá Veitustofnun Seltjarnarness haldinn mánudaginn 2. nóvember 2015 kl. 16:30 að Austurströnd 2.

Mættir: Ásgerður Halldórsdóttir, Guðmundur Jón Helgason, Sjöfn Þórðardóttir, Axel Kristinsson og Magnús Dalberg.

Einnig sat fundinn Gísli Hermannsson veitustjóri.

Dagskrá:

  1. Fjárhagsáæltun frá-, vatns- og hitaveitu 2016.
    Formaður lagði fram forsendur fjárhagsáætlunar fyrir árið 2016.

    Fráveitugjald
    Af öllum fasteignum í Seltjarnarneskaupstað, sem liggja við vegi eða opin svæði, þar sem holræsalagnir liggja, skal greiða árlegt fráveitugjald til bæjarsjóðs Seltjarnarnesbæjar. Fráveitugjaldið er óbreytt frá 2015 eða 0,14% af fasteignamati allra húsa og lóða skv. lögum um skráningu og mat fasteigna nr. 6/2001 með síðari breytingum.

    Vatnsgjald
    Vatnsgjald af íbúðarhúsnæði er óbreytt 0,10 hundraðshlutar af fasteignamati allra húsa og lóða skv. lögum um skráningu og mat fasteigna nr. 6/2001 með síðari breytingum.

    Heitt vatn
    Eftirfarandi gjaldskrábreyting lögð fram og tekur gildi 1. desember 2015:

    3.gr. Gjaldskrárinnar, gjöld fyrir afnot af heita vatninu er sem hér segir og tekur gildi 1. desember 2015.

    Tegund Veitusvæði Kr. 2% skattur  Grunnur 
    Einingaverð Sala í þéttbýli, húshitun   79,00 1,58 kr./m³
    Tegund Veitusvæði Kr. 2% skattur  Grunnur 
    Einingaverð Sala í þéttbýli, til snjóbræðslu   79,00 1,58 kr./m³
    Einingaverð Sala í þéttbýli, til iðnaðar 79,00 1,58
    Tegund Stærð mælis Kr. 2% skattur  Grunnur 
    Fast verð   A: 15 mm og stærri  20,00 0,40 kr./dag

    Fast gjald er hluti af almennum taxta og í öllum öðrum samningum þar sem selt er samkvæmt mæli.

    Fast verð er fyrir föstum kostnaði og er óháð stærð mælis. Gjaldinu er dreift jafnt niður á tímabil reikninga.

    5. gr. gjaldskrárinnar verður svohljóðandi:

    Fast gjald á heimæð fyrir hús allt að 300 m³ að stærð kr. 196.875,00

    Umframgjald fyrir hús að stærð 300-1.000 m³ kr. 237 pr. m³.

    Umframgjald fyrir hús að stærð yfir 1.000 m³ kr. 159 pr. m³.

    1 rennslismælir á grind kr. 62.810,00.

    Gjaldskrár breyting samþykkt með fjórum atkvæðum, einn á móti, MD.

    Fjárhagsáætlun fyrir árið 2016 fyrir frá-, vatns- og hitaveitu samþykkt með fjórum atkvæðum, einn á móti MD.

  2. Önnur mál.
    GH upplýsti um stöðu fráveituframkvæmda við Elliða.

Fundi slitið kl. 17:15

Ásgerður Halldórsdóttir (sign.), Guðmundur Jón Helgason (sign.), Sjöfn Þórðardóttir (sign), Axel Kristinsson (sign), Magnús Dalberg (sign.), Gísli Hermannsson (sign).

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?