Fara í efni

Umhverfisnefnd

13. desember 2016

271. fundur umhverfisnefndar Seltjarnarness haldinn þriðjudaginn 13. desember 2016 kl. 16:00 í fundarherbergi bæjarstjórnar að Austurströnd 2.

Fundinn sátu aðalmenn: Margrét Pálsdóttir, Hannes Tryggvi Hafstein, Guðmundur Jón Helgason, Margrét Lind Ólafsdóttir og Ragnhildur Ingólfsdóttir.

Mættur varamaður: Stefán Bergmann.

Fulltrúi Ungmennaráðs: Fjarverandi.

Fundargerð ritaði: Gísli Hermannsson

Fundur settur kl : 16:05

Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:

 1. Málsnúmer: 2013060016.
  Tillaga að deiliskipulagi Vestursvæða.
  Efnisatriði voru rædd og áfram unnið að drögum að umsögn.
 2. Málsnúmer: 2014060035.
  Endurskoðað aðalskipulag Seltjarnarnesbæjar 2015 – 2033.
  Árni Geirsson frá Alta kynnti breytingar og svaraði fyrirspurnum nefndarmanna vegna breytinga á tillögu að aðalskipulagi. Efnisatriði voru rædd og áfram unnið að drögum að umsögn.
  Eðlilegast hefði verið, eins og umhverfisnefnd óskaði eftir, að nefndin hefði fengið aðalskipulagið til umsagnar áður en það fór í auglýsingu.
 3. Málsnúmer: 2015040037. 
  Forsögn um deiliskipulag miðbæjar Seltjarnarness.
  Frestað.
 4. Önnur mál.
 5. Fundi slitið 18:55.
Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?