Fara í efni

Umhverfisnefnd

26. apríl 2017

276. fundur umhverfisnefndar Seltjarnarness haldinn miðvikudaginn 26. apríl 2017 kl. 16:00 í aðstöðu umhverfissviðs að Austurströnd 1.

Fundinn sátu aðalmenn: Margrét Pálsdóttir, Guðmundur Jón Helgason, Margrét Lind Ólafsdóttir og Ragnhildur Ingólfsdóttir.

Mættir varamenn: Stefán Bergmann.

Fulltrúi ungmennaráðs:

Fundinn sat Steinunn Árnadóttir garðyrkjustjóri.

Fundargerð ritaði: Gísli Hermannsson

Fundur settur kl. 16:00

Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:

 1. Málsnúmer: 2017020059.
  Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.
  Steinunn Árnadóttir kynnti málið fyrir nefndinni. Umræða. Unnt er að byggja á reynslu og vinnu staðardagskrár 21
 2. Sjálfbært Seltjarnarnes.
  Steinunn Árnadóttir kynnti vinnu við málið og samstarf fyrirtækja Seltjarnarnesbæjar. Umræða.+
 3. Málsnúmer: 2017020060.
  Grótta – vöktun.
  MP er búin að senda bréf til Umhverfisstofnunar varðandi beiðni um vöktun á friðlýstum svæðum á Seltjarnarnesi. Beðið er svars UST.+
 4. Málsnúmer: 2017040042.
  Gróðurfar á Seltjarnarnesi.
  Uppfæra þarf skýrsluna um gróðurfar á Seltjarnarnesi sem unnin var árið 1986 og gefin út 1997. Skrifa þarf Náttúrufræðistofnun bréf og athuga með umfang og kostnaðarliði vegna þessarar vinnu. MP og SB munu útbúa bréf og senda til Náttúrufræðistofnunar.
 5. Málsnúmer: 2017040025.
  Hreinsunahelgi – bæklingur.
  Mp kynnti bækling þar sem fram kemur hvernig standa eigi að hreinsunarhelgi, ásamt öðrum upplýsingum.
 6. Önnur mál.
  Umræða um vestursvæðin. 
  MP sýndi myndir af ýmsum gerðum skilta víða um Ísland.
  Nefndin er sammála um að það þurfi að marka markvissari stefnu varðandi vestursvæðin og umgengni um þau. Í framhaldi af þeirri ákvörðun verði svæðið landslagshannað og útfært í samræmi við þær ákvarðanir sem teknar hafa verið.
  Í millibilsástandi mun nefndin hittast og yfirfara skiltamál og staðsetningar þeirra á svæðinu. Þessi tillaga mun síðan kynnt.
 7. Fundi slitið:
Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?