Fara í efni

Umhverfisnefnd

29. júní 2017
279. fundur umhverfisnefndar Seltjarnarness haldinn fimmtudaginn 29. júní 2017 kl. 16:00 í húsakynnum umhverfissviðs að Austurströnd 1.

Fundinn sátu aðalmenn: Margrét Pálsdóttir, Elín Helga Guðmundsddóttir, Guðmundur Jón Helgason, Margrét Lind Ólafsdóttir og Ragnhildur Ingólfsdóttir.
Mættir varamenn: Hannes Tryggvi Hafstein.
Fulltrúi ungmennaráðs: Boðaði forföll.
Fundargerð ritaði: Hannes Tryggvi Hafstein.

Fundur settur kl. 16:00. Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:

 1. Málsnúmer: 201740042. Gróðurfar á Seltjarnarnesi. „Samþykkt að taka tilboði Náttúrufræðistofnun Íslands.“
 2. Málsnúmer: 2017030047. Bæjarstjórn óskar umsagnar umhverfisnefndar vegna staðsetningar sambýlis fyrir fatlað fólk við Kirkjubraut. „Umhverfisnefnd setur sig ekki á móti staðsetningu búsetukjarna fyrir fatlað fólk að Kirkjubraut 2a en telur nauðsynlegt að aðlaga teikningar að umhverfi/landi.“
 3. Málsnúmer: 2017050515. Garðaskoðun. „Unnið er áfram að málinu.“
 4. Málsnúmer: 2014040025. Kattasamþykkt. „Umhverfisnefnd ræddi breytingu á kattarsamþykkt og leggur til eftirfarandi breytingar:
  5.gr. Fuglalíf á varptíma.
  Umráðamanni kattar ber að taka tillit til fuglalífs á varptíma frá 1. maí til 31. ágúst með því að því að hengja bjöllu á köttinn og eftir atvikum að takmarka útiveru hans. Einnig er þeim skylt að gæta þess að kettir valdi ekki tjóni, hættu, óþægindum, óþrifum eða raski ró manna. Bæjarstjórn er heimilt vegna fuglalífs að banna kattahald á ákveðnum svæðum sveitarfélagsins. Tilkynna skal til skrifstofu Seltjarnarnesbæjar um brottflutning eða dauða kattar.“
 5. Málsnúmer: 2017020060. Vöktun – Svar Bæjarráðs. „Umhverfisnefnd harmar þá ákvörðun bæjarráðs að hafna beiðni nefndarinnar um vöktun við Gróttu á varptíma.“
 6. Plastlaus september. „Umhverfisnefnd getur því miður ekki orðið við erindinu að þessu sinni.“
 7.  Önnur mál. „Umhverfisnefnd leggur til að bæjaryfirvöld marki sér stefnu um notkun á auglýsinga- og upplýsingaskiltum á Seltjarnarnesi.“
Fundi slitið klukkan 17.50
Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?