Fara í efni

Umhverfisnefnd

20. mars 2018

284. fundur umhverfisnefndar Seltjarnarness haldinn þriðjudaginn 20. mars 2018 kl. 17:00 í sal bæjarstjórnar að Austurströnd 2.

Fundinn sátu aðalmenn: Margrét Pálsdóttir, Elín Helga Guðmundsddóttir, Guðmundur Jón Helgason, Stefán Bergmann og Ragnhildur Ingólfsdóttir.

Mættir varamenn: Hannes Tryggvi Hafstein

Fulltrúi ungmennaráðs:

Fundargerð ritaði: Gísli Hermannsson.

Fundur settur kl. 17:00. Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:

Umhverfisnefnd hittist kl:16:30 á athafnasvæði þjónustumiðstöðvar Seltjarnarnesbæjar og skoðaði aðstæður.

  1. Málsnúmer: 2018020011.

    Stöðuleyfi/á athafnasvæði Þjónustumiðstöðvar Seltjarnarnesbæjar.

    Nefndin fagnar erindi bæjarráðs til umhverfisnefndar, um að leita leiða um staðsetningu áhaldahúss og mun gera sitt til að finna lausn í samræmi við hlutverk nefndarinnar. Verkefnið varðar þó starf fleiri nefnda s.s. skipulags- og umferðarnefndar, bæði hvað varðar staðarval, en ekki síður leiðir í skipulagningu starfseminnar, gögn og hugmyndir til að byggja á. Stefnt verði að því að ljúka tillögugerð, áður en stöðuleyfi rennur út.


    Umhverfisnefnd lítur á óleyfisframkvæmdina á athafnasvæði Þjónustumiðstöðvar alvarlegum augum.

  2. Málsnúmer: 201740042.

    Gróðurfar á Seltjarnarnesi. Lokayfirferð.

    Skýrslugerð lokið og hún verður gefin út á næstu dögum.

  3. Málsnúmer: 2017120179.

    Landgræðsla ríkisins. Votlendi.

    Bréf Landgræðslu ríkisins frá 12. desember 2017, lagt fram til kynningar.

  4. Málsnúmer: 2018030087.

    Loftslagsmál. https://www.stjornarradid.is/media/umhverfisraduneyti-media/media/PDF_skrar/island_og_loftslagsmal_hhi_feb_2017.pdf

    Lagt fram. Frestað til næsta fundar.

  5. Málsnúmer: 2017020060.

    Grótta – vöktun.

    Umhverfisnefnd hvetur bæjaryfirvöld til að koma á landvörslu á Gróttusvæðinu, til gæslu og fræðslu.

  6. Málsnúmer: 2018030091.

    Vorhreinsun.

    Samþykkt að byggja á reynslu fyrra árs, en fjölga gámum.

  7. Málsnúmer:

    Drög að landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum. Drögin má sjá hér. https://samradsgatt.island.is/oll-mal/$Cases/Details/?id=5
    Lagt fram til kynningar.

  8. Önnur mál.

  9. Fundi slitið:

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?