Fara í efni

Umhverfisnefnd

05. desember 2018
290. fundur umhverfisnefndar Seltjarnarness haldinn miðvikudaginn 5. desember 2018 kl. 17:00 í aðstöðu umhverfissviðs að Austurströnd 1.
Mætt: Hannes Tryggvi Hafstein, Guðrún Jónsdóttir, Hákon Jónsson, Dagbjört H. Kristinsdóttir, Karen María Jónsdóttir, Gísli Hermannsson og Inga Þóra Pálsdóttir.
Fundargerð ritaði: Hákon Jónsson.
Fundur settur: 17.15

Dagskrá:
  1. Málsnúmer: 2017110224.
    Tillaga um kirkjugarð á vestursvæði Seltjarnarness.
    Umhverfisnefnd hafnar hugmyndum um kirkjugarð á vestursvæðum Seltjarnarness en nefndin er hins vegar tilbúin að skoða með opnum hug tillögur um duftgarð á lóð Seltjarnarneskirkju við Kirkjubraut 2.
  2. Málsnúmer: 2018100102.
    "Bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar samþykkir að fela umhverfisnefnd og umhverfissviði bæjarins að hefja vinnu við undirbúning sem miðar að því að koma í veg fyrir og draga sem mest úr plastmengun í rekstri sveitarfélagsins og stofnana á vegum þess."

    Umhverfisnefnd fagnar ósk bæjarstjórnar og leggur til að fyrsta skref til að draga meðal annars úr plastmengun er að taka upp hugbúnaðinn Klappir Core. Með því getur sveitarfélagið haldið utan um og kallað fram vistspor sín og aðrar gagnlegar upplýsingar. Þannig sést hver staðan er í dag og stofnanir sveitarfélagsins sett sér mælanleg markmið.
  3. Málsnúmer: 2018070124.
    Aðgerðaáætlun gegn hávaða 2018-2023.
    Umhverfisnefnd fjallaði um ábendingar heilbrigðisnefndar Kjósarsvæðis sem sent var VSO ráðgjöf með tölvupósti þann 26. nóvember 2018. Nefndin kallar eftir tillögum að úrbótum frá VSÓ.
  4. Málsnúmer: 2018120002.
    Fólksbílar við Ráðagerði.
    Sviðstjóra umhverfissviðs falið að halda áfram með þá vinnu að eigendur fjarlægi bíla og tæki sem eru utan lóðamarka við Bygggarða.
  5. Önnur mál.
    Engin önnur mál.
Fundi slitið kl. 19:29
Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?