Fara í efni

Umhverfisnefnd

19. september 2019

295. fundur umhverfisnefndar Seltjarnarness haldinn fimmtudaginn 19. september 2019 kl. 17:00 í aðstöðu umhverfissviðs að Austurströnd 1.

Mættir: Hannes Tryggvi Hafstein, Guðrún Jónsdóttir, Hákon Jónsson, Dagbjört H. Kristinsdóttir og Karen María Jónsdóttir.

Forföll: Gísli Hermannsson og Sólveig Nordal.

Fundargerð ritaði: Hákon Jónsson.

Fundur settur: 17:00

Dagskrá:

 1. Málsnúmer: 2019060051.
  Umhverfisviðurkenningar 2019.

  „Málið rætt og afgreitt“.

 2. Málsnúmer: 2019090236.
  Endurskoðun friðlýsingaskilmála og gerð stjórnunar- og verdaráætlunar fyrir friðlandi Gróttu.

  „Umhverfisnefnd tilnefnir Hannes Tryggva Hafstein sem fulltrúa sinn í samstarfshópinn.“

 3. Málsnúmer: 2019010347.
  Aðalskipulag og deiliskipulag Valhúsahæðar og aðliggjandi útivistarsvæða - breytingartillaga - ný lóð, Kirkjubraut 20 - uppbygging þjónustuíbúða.

  „Ragnhildur Jónsdóttir, formaður skipulagsnefndar, kom á fundinn og kynnti nefndinni tillögu að breyttu skipulagi að Kirkjubraut 20. Eftir umræður leggur umhverfisnefnd til að skipulagsnefnd taki málið upp að nýju.“

 4. Málsnúmer: 2019060237.
  Varplönd við Gróttu.


  „Bréf frá Böðvari Þórissyni var kynnt á fundinum.“

 5. Málsnúmer: 2019060266.
  Griðasvæði fugla á varp- og uppeldistíma.

  „Bréf frá Skúla Magnússyni var kynnt á fundinum.“


 6. Málsnúmer: 2018100102.
  Grænt bókhald Klappir Core.

  „Umhverfisnefnd Seltjarnarnesbæjar hefur um hríð haft það verkefni að vinna tillögu að loftslagsstefnu fyrir bæinn enda allir flokkar sem sæti eiga í bæjarráði á Seltjarnarnesi sammála um að loftslagsmálin séu með brýnustu ef ekki brýnasta viðfangsefni samtímans. Umhverfisnefnd hefur beint því til bæjarstjórnar að taka upp rafræna umhverfislausn Klappir Core en lausnin myndi gera Seltjarnarnesbæ kleift að kalla fram upplýsingar um raunverulegt vistspor bæjarins. Nú hefur nefndinni borist svar þess efnis að bæjarstjóri hafi farið yfir málið og að bæjarráð sjái ekki ástæðu til að taka upp hugbúnaðinn.

  Forsenda þess að loftlagsstefna sé ekki bara falleg á pappír heldur nái markmiðum sínum er háð því að hún sé bundin aðgerðum er byggja á raunverulegum upplýsingum um stöðu mála. Rafræn umhverfislausn sem nær yfir starfsemi allra starfsstaða sveitarfélagsins myndi gera umhverfisnefnd kleift að draga saman umhverfisgögn allt aftur til ársins 2013 og mynda beinagrind sem hægt verður að leggja til grundvallar áþreifanlegrar loftslagsstefnu fyrir sveitarfélagið. Umhverfisgögn yrðu hið minnsta magntölur um heitt og kalt vatn, fráveitu, rafmagn, bíla, eldsneyti, pappír, hverskonar sorp og úrgang, ræsti- og rekstrarvörur, og efni sem bærinn notar til framkvæmda s.s. malbik, grjót, eitur, kvikasilfurljósaperur og fleira. Þá er óupptalinn sá rekstrarávinningur sem af hagnýtingu slíkra gagna getur hlotist, en hann gæti orðið töluverður fyrir sveitarfélagið.

  Umhverfisnefnd hvetur bæjarráð til að endurskoða fyrri ákvörðun og kalla eftir kynningu á Klappir Core kerfinu sem fyrst.“


 7. Önnur mál.

  Annað ekki rætt.

Fundi slitið: 18:43

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?