Fara í efni

Umhverfisnefnd

30. október 2019

296. fundur umhverfisnefndar Seltjarnarness haldinn miðvikudaginn 30. október 2019 kl. 17:00 í aðstöðu umhverfissviðs að Austurströnd 1.

Mættir: Hannes Tryggvi Hafstein, Guðrún Jónsdóttir, Hákon Jónsson, Dagbjört H. Kristinsdóttir, Karen María Jónsdóttir og Gísli Hermannsson.

Forföll: Sólveig Nordal

Fundargerð ritaði: Hákon Jónsson.

Fundur settur: 17:00

Dagskrá:

  1. Málsnúmer: 2019010347.
    Deiliskipulag Valhúsahæðar og aðliggjandi útivistarsvæða - breytingartillaga - Kirkjubraut 20 - uppbygging búsetukjarna fyrir fatlað fólk.

    Málið rætt. Þær teikningar sem liggja fyrir eru ómálsettar. Samanburður á milli teikninga er því illmögulegur. Óskað er eftir málsettum teikningum sem sýna eftirfarandi; stærð lóðar, stærð húsa og fjarlægð milli húsa. Jafnframt er óskað eftir þrívíddarásýnd séð frá Bakkagarði.

  2. Málsnúmer: 2019100164.
    Seltjarnarnes – sjóvarnir 2019.

    Rætt og samþykkt.

  3. Málsnúmer: 2019090430.
    Tré lífsins.

    Málið rætt og kynnt. Eins og staðan er í dag er ekki aðstaða fyrir slíka þjónustu/garð.

  4. Málsnúmer: 2019100261.
    Áhrif ágangs ferðafólks á Vestursvæði.

    Málið rætt.

  5. Málsnúmer: 2019100260.
    Ármótabrenna og kaup flugelda.

    Málið rætt. Nefndin er sammála um að í ljósi skorts á upplýsingum um umfang mengunar geti nefndin ekki tekið afstöðu hvort réttlætanlegt sé að hætta við brennu á áramótum.

  6. Önnur mál.
    Gísli kynnti legu nýs hjólastígs við landamörk Eiðisgranda.

Fundi slitið: 18:45

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?