Fara í efni

Umhverfisnefnd

29. janúar 2020

298. fundur umhverfisnefndar Seltjarnarness haldinn miðvikudaginn 29. janúar 2020 kl. 17:00 í aðstöðu umhverfissviðs að Austurströnd 1.

Boðaðir: Hannes Tryggvi Hafstein, Guðrún Jónsdóttir, Hákon Jónsson, Karen María Jónsdóttir og Gísli Hermannsson.

Forföll: Dagbjört H. Kristinsdóttir

Fundargerð ritaði: Hákon Jónsson.

Fundur settur:

Dagskrá:

 1. Málsnúmer: 2020010564.
  Varpfuglar á Seltjarnarnesi árið 2019.

  „Skýrsla Jóhanns Óla Hilmarssonar, fuglafræðings um varpfugla á Seltjarnarnesi árið 2019 lögð fram.“

 2. Málsnúmer: 2019030098.
  Upplýsingaskilti á vegum Lions.

  „Bréf Lionsklúbbs Seltjarnarness lagt fram til kynningar.“

 3. Málsnúmer: 2019040284.
  Skilti við Bakkatjörn á varptíma.

  „Tillaga að nýju fuglaskilti við Bakkatjörn (verndum ungana) lagt fram. Formanni falið að halda áfram með verkefnið.“

 4. Málsnúmer: 2020010569.
  Fuglaskilti með helstu fuglum við Bakkatjörn.

  „Nefndin skoðaði mismunandi útgáfur af sambærilegum skiltum. Unnið verður áfram með málið á næsta fundi.“

 5. Önnur mál.

  1. Steinunn Árnadóttir, garðyrkjustjóri.

   „Nefndin þakkar Steinunni kærlega fyrir komuna og gott spjall um verkefnin framundan á Seltjarnarnesi.“

  2. Umhverfisnefnd leggur fram eftirfarandi bókun:

   „Karen María Jónsdóttir, fulltrúi í umhverfisnefnd hefur ákveðið að segja sig frá störfum í nefndinni og taka þess í stað sæti í umferðar- og skipulagsnefnd. Umhverfisnefnd þakkar Karen kærlega fyrir gott samstarf og vel unnin störf í þágu umhverfismála Seltjarnarnesbæjar.“

Fundi slitið: 19:00

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?