Fara í efni

Umhverfisnefnd

23. apríl 2020

300. fundur umhverfisnefndar Seltjarnarness haldinn fimmtudaginn 23. apríl 2020 kl. 09:00 í aðstöðu umhverfissviðs að Austurströnd 1.

Mættir: Hannes Tryggvi Hafstein, Guðrún Jónsdóttir, Hákon Jónsson, Dagbjört H. Kristinsdóttir og Stefán Bergmann.

Fundargerð ritaði: Hákon Jónsson.

Fundur settur: 09.00

Dagskrá:

 1. Málsnúmer: 2020040159.
  Nauðsynlegt næði á varp- og uppeldistíma fugla á Seltjörn frá 1. maí – 1. ágúst.

  Umhverfisnefnd samþykkir að leggja til við bæjarstjórn Seltjarnarness að óheimilt verði að stunda sjóíþróttir á Seltjörn frá 1. maí - 1. ágúst ár hvert og skapa með því nauðsynlegt næði á varp- og uppeldistíma fugla.

  Seltjörn er afar mikilvæg fuglalífi á og við Seltjarnarnes og því full ástæða til að gæta að áhrifum umgengni þar á varp- og uppeldistíma unga eins og hér er lagt til. Áhrif af þessum íþróttagreinum eru veruleg en breytileg eftir tegundum fugla eins og rannsóknir hafa sýnt á hliðstæðum svæðum. Seltjörn er umlukin fjölbreyttum fjörum, þangfjörum, fjörupollum, sandfjörum, leirum og setmyndunum, fjörumó og jökulseti. Seltjörn er varin úthafsöldu af rifi. Seltjörn er grunn, lífrík sjávarvík og mikil fæðuuppspretta fyrir unga jafnt sem fullvaxta fugla og þar eru hagstæð skilyrði fyrir uppeldi ungviðis.


  Umhverfisnefnd hvetur bæjarstjórn eindregið til að samþykkja tillöguna og skapa með því nauðsynlegt næði á varp- og uppeldistíma unga á Seltjörn.


 2. Málsnúmer: 2020040158.
  Umhverfisdagar á Seltjarnarnesi 2020.

  Umhverfisnefnd samþykkir að umhverfisdagar á Seltjarnarnesi verði 4. - 11. maí n.k. Seltirningum gefst kostur á að setja trjágreinar og jarðvegsúrgang í gáma á fimm stöðum í bæjarfélaginu. Umhverfisdagar verða auglýstir í Nesfréttum, www.setjarnarnes.is og facebook Seltjarnarnesbæjar.“

 3. Málsnúmer: 2020040160.
  Tilboð í minkagildrur.

  Nefndin samþykkir að kaupa 10 minkagildrur ásamt steyptum kössum utan um gildrunar.

 4. Önnur mál.

  1. Áfram rætt um möguleika Valhúsahæðar til útivistar.

  2. Malarblettur til að auka kjörlendi fyrir kríuvarp.

   1. Umhverfisnefnd leggur til að malarblettur við Daltjörn verði stækkaður í allt að 300 m2 til að auka kjörlendi fyrir kríuvarp.

  3. Umræða um ný verkefni

Fundi slitið: 11:00

Undirritað rafrænt

Hannes Tryggvi Hafstein sign

Guðrún Jónsdóttir sign

Hákon Jónsson sign

Dagbjört H. Kristinsdóttir sign

Stefán Bergmann sign

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?