Fara í efni

Umhverfisnefnd

174. fundur 16. desember 2004

Mættir voru: Ingimar Sigurðsson (IS), Margrét Pálsdóttir (MP), Stefán Bergmann (SB), Kristín Ólafsdóttir (KÓ) og Magnús Örn Guðmundsson (MÖG), sem ritaði fundargerð. Auk nefndarmanna sátu fundinn Haukur Kristjánsson bæjartæknifræðingur og Steinunn Árnadóttir garðyrkjustjóri.

Dagskrá fundarins

1. Fundur settur

2. Helstu viðfangsefni ársins 2004

3. Framtíðarstefna um varðveislu og rannsóknir á fornminjum á Seltjarnarnesi. Minnisblað MHA

4. Bygggarðsvör

5. Önnur mál

6. Fundi slitið

1. Fundur settur af formanni kl. 17:06

2. Farið yfir helstu viðfangsefni ársins 2004.

3. Farið yfir minnisblað Margrétar Hermanns Auðardóttir um varðveislu og kynningu á fornminjum og fleiru er varðar sögu og náttúrufar Seltjarnarness. Stefnt að því að hefja vinnu um mótun framtíðarstefnu um varðveislu og rannsóknir á fornminjum í byrjun næsta árs.

4. Skýrsla ekki tilbúin um málið.

5. Önnur mál:

a) Rætt um skipulag við smábátahöfn.

b) Samþykkt að áfram verði haldnir fundir í umhverfisnefnd síðasta fimmtudag í hverjum mánuði á árinu 2005.

6. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið klukkan 18:28

Magnús Örn Guðmundsson Ingimar Sigurðsson Stefán Bergmann

fundarritari (sign.) (sign.) (sign.)

Margrét Pálsdóttir Kristín Ólafsdóttir

(sign.) (sign.)Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?