Fara í efni

Umhverfisnefnd

25. nóvember 2020

303. fundur umhverfisnefndar Seltjarnarness haldinn miðvikudaginn 25. nóvember 2020 kl. 17:00 í aðstöðu umhverfissviðs að Austurströnd 1. 

Boðaðir: Hannes Tryggvi Hafstein, Guðrún Jónsdóttir, Hákon Jónsson, Dagbjört H. Kristinsdóttir, Stefán Bergmann og Einar Már Steingrímsson. 

Fundargerð ritaði: Hákon Jónsson. 

Fundur settur: 

Dagskrá: 

  1. Málsnúmer: 2018090165.
    Stefnumörkun í ferðaþjónustu á Seltjarnarnesi.

    María Björk Óskarsdóttir, sviðsstjóri þjónustu- og samskiptasviðs kom á fundinn og upplýsti nefndina um stöðuna á stefnumörkun á ferðaþjónustu á Seltjarnarnesi. Maríu Björk var þökkuð góð kynning. 

  2. Málsnúmer: 2019100259.
    Niðurstöður frá vöktun rusls í Bakkavík.

    Einar Már Steingrímsson, sviðsstjóri Skipulags- og umhverfissviðs, fór yfir skýrslu VSÓ um ástandsmat, úrbætur og framkvæmdaáætlun fráveitu Seltjarnarness. 

  3. Málsnúmer: 2020060032.
    Umhverfisviðurkenningar 2020.

    Umhverfisnefnd Seltjarnarness veitti fjórar umhverfisviðurkenningar í október s.l.
    Að þessu sinni voru veittar viðurkenningar fyrir garð ársins, tré ársins, sérstök verðlaun fyrir snyrtilega götumynd og vel heppnaðar endurbætur á eldra húsnæði.

    Garður ársins var valinn Sólbraut 14. Garðurinn er vel hirtur, gróskumikill með fjölbreyttu tegundavali. Eigendur eru Kristín Karólína Þorgeirsdóttir og Sigurgeir Magnússon.

    Viðurkenning fyrir snyrtilega götumynd fékk Lindarbraut 5. Eigendur eru Gunnar Viðar Guðmundsson og Pétrína Ólöf Þorsteinsdóttir.

    Viðurkenning fyrir endurbætur á eldra húsnæði fékk húsfélagið að Kirkjubraut 1.

    Tré ársins eru glæsilegar aspir sem mynda skemmtilega heild í götumynd á horni Suðurstrandar og Lindarbrautar 1. Eigendur eru Anna María F Gunnarsdóttir og Friðrik G Friðriksson. 


  4. Önnur mál.
    Engin önnur mál. 

Fundi slitið: 19:00
Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?