Fara í efni

Umhverfisnefnd

20. apríl 2021

305. fundur umhverfisnefndar Seltjarnarness haldinn þriðjudaginn 20. apríl 2021 kl. 17:00 í aðstöðu umhverfissviðs að Austurströnd 1. 

Mættir: Hannes Tryggvi Hafstein, Guðrún Jónsdóttir, Hákon Jónsson, Stefán Bergmann og Einar Már Steingrímsson. Fjarverandi: Dagbjört H. Kristinsdóttir 

Fundargerð ritaði: Hákon Jónsson 

Fundur settur: 17.00 


Dagskrá: 

  1. Málsnúmer: 2021040215.
    Umhverfisdagar á Seltjarnarnesi 2021.

    „Ákveðið að halda umhverfisdaga 3. - 10. maí n.k. Seltirningum gefst kostur á að setja trjágreinar og jarðvegsúrgang í gáma á fimm stöðum í bæjarfélaginu. Gámarnir verða staðsettir við Smábátahöfnina, á horni Lindarbrautar og Norðurstrandar, Eiðistorgi, Austurströnd 1 og við Sæbraut.“

  2. Málsnúmer: 2021040216.
    Fuglatalning 2021.

    „Samþykkt að fela Jóhanni Óla Hilmarssyni að framkvæma fuglatalningu í ár og afhenda umhverfisnefnd skýrslu um varpfugla á Seltjarnarnesi 2021.“

  3. Málsnúmer: 2021040217.
    Árlegt ferðabann um friðlandið Gróttu á varptíma.

    „Sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs falið að undirbúa lokun friðlandsins.“ 4. Málsnúmer: 2019040285. Minkur og vargur á Seltjarnarnesi. „Umhverfisnefnd lét endurnýja minnkagildrur árið 2020 og hafa þær þegar skilað góðum árangri.“

  4. Önnur mál.


Fundi slitið: 18:15

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?