Fara í efni

Umhverfisnefnd

11. maí 2021

306. fundur umhverfisnefndar Seltjarnarness haldinn þriðjudaginn 11. maí 2021 kl. 17:00 í aðstöðu umhverfissviðs að Austurströnd 1.

Mætt: Hannes Tryggvi Hafstein, Guðrún Jónsdóttir, Hákon Jónsson, Dagbjört H. Kristinsdóttir og Stefán Bergmann. 

Fjarverandi: Einar Már Steingrímsson. 

Fundargerð ritaði: Hákon Jónsson.

Fundur settur: 17:00 

Dagskrá: 

  1. Málsnúmer: 2021040217.
    Lokun friðlandsins Gróttu á varptíma.

    „Umhverfisnefnd samþykkir tillögu Umhverfisstofununar um lokun aðgengis að Gróttu á varptíma.“

  2. Málsnúmer: 2021050111.
    Létt grindverk (staurar með reipi) meðfram varplandi.

    „Umhverfisnefnd samþykkir að varpland kríu á Snoppu verði varið ágangi með staurum og reipi á varptíma.“ 

  3. Málsnúmer: 2021050113.
    Suðurnes - erindi varðandi öryggi gangandi vegfarenda við Nesvöllinn.

    „Umhverfisnefnd þakkar fyrir ábendingar vegna aukinnar gangandi umferðar fyrir Suðurnes og viðvaranir á golfvellinum. Nefndin mun koma ábendingunum á framfæri við forráðamenn golfvallarins.“

  4. Málsnúmer: 2021040215.
    Umhverfisdagar á Seltjarnarnesi 2021.

    „Umhverfisnefnd fagnar góðri þátttöku Seltirninga þá viku sem umhverfisdagar stóðu yfir.“

  5. Önnur mál. 

Fundi slitið: 18:30
Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?