Fara í efni

Umhverfisnefnd

04. ágúst 2021

307. fundur

04/8/2021 kl. 9:00:00 kom umhverfisnefnd Seltjarnarnesbæjar saman til fundar að Austurströnd 2, bæjarstjórnarsal

Fundinn sátu á Teams: Hannes Tryggvi Hafstein, formaður, Guðrún Jónsdóttir, aðalmaður, Hákon Jónsson, aðalmaður og Dagbjört H. Kristinsdóttir, aðalamaður. Stefán Bergmann, aðalmaður var á staðfundi.

Einnig sat fundinn Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri, Hrefna Kristmannsdóttir, ráðgjafi, Arnar Halldórsson, byggingafulltrúi og Pétur Vilberg Guðnason ráðgjafi.

Fundargerð ritaði: ÁH.

Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:

  1. Málsnúmer: 2021040019.
    Bæjarstjóri kynnti fyrir nefndina fyrirhugaða endurborun á hitaveituholu nr. 4 vestan við Bygggarða. Hrefna Kristmannsdóttir fór yfir aðdraganda málsins og ákvörðun um staðsetningu. Pétur Vilberg fór yfir framkvæmdir við borun.

    Umhverfisnefnd leggur áherslu á að við þessar framkvæmdir verði farið gætilega og af varúð um svæðið. Lögð verði áhersla á sem minnsta röskun og að reynt verði að endurhanna núverandi heimreið að Ráðagerði sem fer undir planið að hluta. Umhverfisnefnd fái afrit af skýrslu Fornleifastofnunar Íslands þegar eftirliti hennar er lokið. Gengið verði frá svæðinu að borun lokinni svo ummerki verði sem allra minnst á svæðinu og kannaðir möguleikar að hafa mannvirkið neðanjarðar.

    Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við þessa framkvæmdaáætlun.

Fleira ekki tekið fyrir.
Fundi slitið kl. 10:08

Hannes Tryggvi Hafstein (sign), Guðrún Jónsdóttir (sign), Hákon Jónsson (sign), Dagbjört H. Kristinsdóttir (sign), Stefán Bergmann (sign).

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?