Fara í efni

Umhverfisnefnd

15. mars 2022

312. fundur umhverfisnefndar Seltjarnarnesbæjar 15. mars 2022 kl. 08:35-09:20 

Fór fram í gegnum fjarfundarbúnað. 

Nefndarmenn:

Hannes Tryggvi Hafstein formaður
Guðrún Jónsdóttir varaformaður
Stefán Bergmann aðalmaður 
Dagbjört H. Kristinsdóttir aðalmaður
Hákon Róbert Jónsson aðalmaður

Starfsmaður: Brynjar Þór Jónasson sviðsstjóri


Fundargerð ritaði: Brynjar Þór Jónasson sviðsstjóri 

Gestir: Jón Kjartan Ágústsson, Karen María Jónsdóttir, Ragnhildur Jónsdóttir, Guðrún Brynja Vilhjálmsdóttir og Ásgerður Halldórsdóttir. 


Dagskrá: 

1. 2022010324 - Loftlagsstefna fyrir höfuðborgarsvæðið 

Á fundinn mætti Jón Kjartan Ágústsson frá Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og kynnti stefnu og aðgerðaráætlun höfuðborgarsvæðisins í loftslagsmálum. 

Umhverfisnefnd og fulltrúar skipulags- og umferðarnefndar gera ekki athugasemdir við stefnu og aðgerðaráætlun höfuðborgarsvæðisins í loftslagsmálum. Nefndarmenn leggja til að sett verði mælanleg markmið í málaflokknum sem SSH fylgi eftir og upplýsi um árangur með reglulegu millibili. Þá er lögð áhersla á að Seltjarnarnesbær taki upp stafræna umhverfisstjórnun sem veiti rauntíma yfirlit yfir kolefnisspor reksturs sveitarfélagsins. 


Fundi slitið: 09:20

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?