Fara í efni

Umhverfisnefnd

319. fundur 18. apríl 2023

319. fundur umhverfisnefndar haldinn í Bæjarstjórnarsal Seltjarnarnesbæjar, þriðjudaginn 18.04.2023 kl. 08:15

Fundinn sátu: Grétar Dór Sigurðsson, Hannes Tryggvi Hafstein, Guðrún Brynja Vilhjálmsdóttir, Stefán Bergmann, Magnea Gylfadóttir

Starfsmaður: Ingimar Ingimarsson, garðyrkjustjóri

Fundargerð ritaði: Ingimar Ingimarsson, garðyrkjustjóri

 

Dagskrá:

 

1. Ráðstafanir varðandi Kríuvarp á Seltjarnarnesi - Aðgerðaáætlun

Garðyrkjustjóri fór yfir aðgerðaráætlun varðandi kríuvarp á Seltjarnarnesi

Minnisblaðið verði lagt til grundvallar aðgerðaáætlun og garðyrkjustjóra falið að fylgja eftir þeim eftir. Jafnframt verði óskað eftir fjárveitingu bæjarráðs til þess að mæta kostnaði allt að þremur milljónum króna. Umhverfisnefnd leggur áherslu á að aðgerðir geti hafist hið fyrsta.

 

2. 2023030036 – Stóri plokkdagurinn 30. apríl - Umhverfisdagar

Garðyrkjustjóri fór yfir hugmyndir um umhverfisdaga og stóra plokkdaginn

Nefndin leggur til að bærinn taki þátt í stóra plokkdeginum 30. apríl og hvetur alla íbúa til að taka þátt. Garðyrkjustjóra falið að annast kynningu dagsins í samráði við sviðstjóra þjónustu og samskiptasviðs. Nefndin tekur vel í hugmyndir garðyrkjustjóra um hverfisskipta umhverfisdaga.

 

3. 2022100173 - Grjóthrúga við göngustíg á Snoppu

Upplýsingar frá starfsmanni nefndarinnar. Starfmaður kynnti verkáætlun um fjarlægingu hrúgunnar.

Nefndin hvetur til þess að framkvæmdum verði flýtt og jarðvegsúrgangur fjarlægður áður en krían kemur í lok mánaðarins.

 

4. 2023040157 – Endurskoðun á samþykktum um sorphirðu

Starfsmaður kynnti málið.

Nefndin þakkar kynninguna.

 

5. 2023040174 – Fuglatalning 2023

Umhverfisnefnd hefur í áratugi látið framkvæma fuglatalningar á Seltjarnarnesi til að fylgjast m.a. með útbreiðslu og þéttleika varpfugla. Þá er mikilvægt að vakta fuglavarpið og fylgjast með hvernig fuglar nýta búsvæðin, hvort nægt æti sé í sjónum, hvort óeðlilegt álag og röskun sé í varpinu og hver afkoman er hjá ungunum. Varpið hefur sveiflast mikið og krían átt undir högg að sækja. Framan af sumri 2022 leit varpið vel út en svo komst minkur í varpið og lagði það í rúst og flestir ungar drepnir. Sveitarfélagið státar af einni lengstu og samfelldustu fugla- og kríuvöktun á öllu landinu sem fræðimenn vísa gjarnan til.

 

Umhverfisnefnd fer því þess á leit við bæjarráð að nefndinni verði tryggt það fjármagn sem upp á vantar til þess að fuglatalning í sumar geti orðið að veruleika.

 

Mál til kynningar:

 

6. 2023030074 – Bakkatjörn Miltisbrandsgröf

Starfsmaður kynnti stöðu mála.

Nefndin þakkar kynninguna.

 

7. 2023040015 – Samráðsfundur um náttúruvernd og umsjón friðlýstra svæða

Starfsmaður kynnti málið

Nefndin þakkar kynninguna

 

Önnur mál

 

Fundi slitið 09:45

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?