Fara í efni

Umhverfisnefnd

323. fundur 23. janúar 2024 kl. 08:15

323. fundur Umhverfisnefndar haldinn í fundarsal bæjarstjórnar á bæjarskrifstofunni, þriðjudaginn 23. janúar 2024 kl. 08:15

Mættir: Grétar Dór Sigurðsson, Stefán Bergmann, Hannes Tryggvi Hafstein, Magnea Gylfadóttir, Guðrún Brynja Vilhjálmsdóttir.

Fundarritari: Helga Hvanndal Björnsdóttir

Dagskrá:

1. 2024010300 – Friðlýsing Grótta - endurskoðun

Umræða um endurskoðun á friðlýsingu Gróttu.

Eins og fram kemur í minnisblaði UST þá er langt síðan að Grótta var friðlýst (1974) og skilmálar friðlýsingar eru ónákvæmir þar sem m.a. er ekki fjallað um verndargildi svæðisins og þörf er á að uppfæra skilmála skv. núgildandi náttúruverndarlögum. Grótta er skilgreint sem friðland með það meginmarkmið að vernda búsvæði fugla en UST veltir fyrir sér hvort ráð sé að stækka friðlandið, þ.e. bæta við Seltjörn sem hefur töluvert náttúruverndargildi.

Fulltrúar umhverfisnefndar ásamt verkefnastjóra umhverfismála munu funda með Umhverfisstofnun þann 26. janúar nk.

2. 2024010301 – Sjósund Kotagrandi – öryggishandrið

Nefndinni hefur borist fyrirspurn frá ÍTS um að auka öryggi og auðvelda aðgengi sjósundsiðkenda við skýlið á Kotagranda með því að bora vatnsrör í varnargarð og niður í fjöru.

Umhverfisnefnd tekur jákvætt í erindið og gerir enga athugasemd.

3. 2023090283 – Innviðir fyrir orkuskipti

Borist hefur bréf frá Stjórnaráðinu þar sem sveitarfélög eru hvött til þess að útbúa orkuskiptaáætlun á sínu svæði í góðu samráði við helstu hagaðila, þ.m.t. dreifiveitur.

Í því sambandi er hvatt til að huga að aðgengi áhugasamra aðila að lóðum undir hraðhleðslustöðvar og hleðslugarða og svigrúmi raforkufyrirtækja til að byggja upp innviði sem þjóna þurfa hleðsluþörfinni.

Málið var lagt fram til 144. fundar skipulags- og umferðarnefndar þann 19. október.

Lagt fram til kynningar.

4. 202401-0008 – Fundir umhverfisnefndar 2024

Áætlaðir fundir umhverfisnefndar 2024:

23.01

05.03

16.04

04.06

27.08

01.10

12.11

Samþykkt til viðmiðunar.

5. 2024010316 – Umhverfisstefna fyrir Seltjarnarnes

Núgildandi umhverfisstefna Seltjarnarnesbæjar var staðfest af bæjarstjórn árið 2014 og tók gildi sama ár. Stefnan skal vera uppfærð reglulega (8.gr) og kemur það í hlut umhverfisnefndar að hafa umsjón með því starfi. Það væri gott að ráðast í uppfærslu á umhverfisstefnu sveitarfélagsins á þessu ári, 2024.

Verkefnastjóra falið að koma með tillögur að uppfærslu umhverfisstefnu Seltjarnarnesbæjar.

6. 2024010317 – Grænu skrefin

Grænu skrefin eru þekkt verkefni sem hannað hefur verið til þess að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum stofnana og fyrirtækja og jafnframt til að efla umhverfisvitund starfsmanna. Grænu skrefin eru því nokkurs konar "verkfærakista" sem nota má til að innleiða öflugt umhverfisstarf með kerfisbundnum hætti. Þónokkur sveitarfélög hafa tileinkað sér Grænu skrefin.

Verkefnastjóra falið að koma með tillögur að útfærslu Grænna skrefa í sveitarfélaginu.

 

Fundi slitið kl. 9:50

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?