Fara í efni

Umhverfisnefnd

324. fundur 05. mars 2024

324. fundur Umhverfisnefndar haldinn í fundarsal bæjarstjórnar á bæjarskrifstofunni, þriðjudaginn 5. mars 2024 kl. 08:15

Mættir: Grétar Dór Sigurðsson, Hannes Tryggvi Hafstein, Magnea Gylfadóttir, Guðrún Brynja Vilhjálmsdóttir og Karen María Jónsdóttir

Gestir: Þorsteinn Guðjónsson og Haukur Óskarsson, fulltrúar Nesklúbbsins

Fundarritari: Helga Hvanndal Björnsdóttir

Dagskrá:

1. 2024020225 – Fuglatalning 2024

Nú þarf að fara að huga að skipulagningu á fuglatalningu og vöktun fyrir sumarið 2024. Jóhann Óli Hilmarsson fuglafræðingur hefur samþykkt að taka það að sér eins og síðustu ár. Sömuleiðis þarf að uppfæra upplýsingar um fugla á heimasíðu Seltjarnarnesbæjar sem Jóhann Óli hefur boðist til þess að útfæra.

Umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að ráðist verði í þessa vinnu.

2. 2024020208 – Stjórn Reykjanesfólkvangs – Fundargerðir 2024

Fundargerð frá fyrsta fundi stjórnar Reykjanesfólkvangs árið 2024, þann 22. janúar.

Umhverfisnefnd beinir því til bæjarstjórnar að meta áframhaldandi þátttöku Seltjarnarnesbæjar í rekstri Reykjanesfólkvangs.

3. 2024020205 – Stóri plokkdagurinn 2024

Stóri plokkdagurinn í ár verður haldinn sunnudaginn 28. apríl.

Umhverfisnefnd telur rétt að Seltjarnarnesbær taki þátt í Stóra plokkdeginum og felur verkefnastjóra umhverfismála nánari útfærslu.

4. 2024030006 – Stækkun bílastæðis við golfvöll

Það er vilji golfklúbbsins að stækka bílastæðið til norðurs vestan megin á núverandi svæði. Klúbburinn hefur boðað margvíslegar mótvægisaðgerðir, til að bæta varpsvæði kríunnar í stað þess lands sem fer undir bílastæðið. Meðfylgjandi er umsögn Jóhanns Óla Hilmarssonar fuglafræðings. Farið er fram á að Seltjarnarnesbær kosti framkvæmdina en meðfylgjandi er einnig beiðni frá Nesklúbbnum ásamt áætlaðri kostnaðaráætlun. Áætlað er að fulltrúar Nesklúbbsins mæti á fund umhverfisnefndar og kynni áformin.

Umhverfisnefnd þakkar fyrir greinargott erindi og kynningu Nesklúbbsins. Nefndin leggur til að sandflákum neðan við bílastæði verði fjölgað fyrir varptíma í samræmi við fyrirhugaða framkvæmd. Nefndin leggur til að ákvörðun um stækkun bílastæðis verði tekin á grundvelli þess hvernig tekst til með færslu fuglavarps. Nefndin leggur áherslu á áframhaldandi gott samstarf við Nesklúbbinn.

 

Fundi slitið 09:52.

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?