Fara í efni

Umhverfisnefnd

325. fundur 16. apríl 2024

325. fundur Umhverfisnefndar haldinn í fundarsal bæjarstjórnar á bæjarskrifstofunni, þriðjudaginn 16. apríl 2024 kl. 08:15

Mættir: Grétar Dór Sigurðsson, Hannes T. Hafstein, Guðrún Brynja Vilhjálmsdóttir, Magnea Gylfadóttir, Stefán Bergmann

Fundarritari: Helga Hvanndal Björnsdóttir

Dagskrá:

1. 2024040009 – Lausaganga katta á Seltjarnarnesi 2024

Umhverfisnefnd barst beiðni frá íbúa um að taka til skoðunar lausagöngu katta í sveitarfélaginu.

Umhverfisnefnd mun skoða breytingar á samþykkt um kattahald.

2. 2024040117 – Minkagildrur á Seltjarnarnesi – ábending til MAST

Nefndinni barst ábending frá Dýraverndarsambandi Íslands til MAST um tíðni vitjana meindýraeyðis um minkagildrur á Seltjarnarnesi.

Lagt fram til kynningar.

3. 2024040155 - Lokun friðlandsins Gróttu 2024

Undirbúningur við lokun friðlandsins Gróttu og nágrennis vegna fuglavarps.

Umhverfisnefnd felur verkefnastjóra umhverfismála að undirbúa lokun friðlandsins Gróttu og nágrennis vegna fuglavarps í sumar.

4. 2024020225 - Fuglatalning 2024

Skipulag fuglatalningar og vöktunar 2024.

Jóhanni Óla Hilmarssyni, fuglafræðingi, falið að framkvæma fuglatalningu í sumar.

5. Önnur mál:

Ákveðið að halda umhverfisdaga 6. -13. maí næstkomandi. Seltirningum gefst kostur á að setja garðaúrgang í gáma á völdum stöðum í bæjarfélaginu.

Umhverfisnefnd þakkar verkefnastjóra umhverfismála og starfsmönnum áhaldahúss fyrir skjót viðbrögð og snyrtilegan og faglegan frágang er sandfláka var komið fyrir neðan við bílastæði golfvallar.

 

Fundi slitið: 09:47

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?