332. fundur Umhverfisnefndar haldinn í fundarherbergi Austurströnd 4, þriðjudaginn 21. október 2025 kl. 8:15
Mættir: Grétar Dór Sigurðsson, Hannes T. Hafstein, Guðrún Brynja Vilhjálmsdóttir, Magnea Gylfadóttir og Stefán Bergmann
Fundarritari: Gunnlaugur Jónasson skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá:
1. 2024010300 - Endurskoðun friðlýsingar Gróttu eftir auglýsingu
Athugasemdir sem bárust vegna auglýsingar um breytingar á skilmálum um friðlýsingu Gróttu, lagðar fram.
Afgreiðsla: Lagt fram til kynningar.
2. 2025100164 - Meindýravarnir - minkur
Eftirtaldar tölur frá hafa borist frá meindýraeyði yfir fjölda minka sem hafa náðst í gildrur á árinu.
Fjöldi
Jan 2025 1
Feb 2025 1
Mars 2025 0
Apr 2025 1
Maí 2025 0
Júní 2025 0
Júlí 2025 1
Ágúst 2025 0
Sept 2025 1
Samtals í ár: 5
Afgreiðsla: Lagt fram og verklag rætt.
3. 2025030127 - Sjóvarnargarðar
Gert hefur verið við þau 6 skörð sem mynduðust í sjóvarnmargarða við bæinn í veðurofsa í mars, til bráðabirgða. Vandamál er að nægjanlega stórir steinar sem henta til verksins eru ekki til í bænum. Nokkuð féll til við einkaframkvæmdir í sumar og voru þeir nýttir til að gera við eitt af umræddum skörðum nú í september. Er þetta skarð sem er við norðurströnd bæjarins rétt fyrir neðan Bollagarða 93.
Hinum 5 skörðunum hefur verið lokað með minni steinum en fyrir liggur að endurnýja þurfi þær fyllingar eins fljótt og auðið er. Bæjarstarfsmenn hafa haft allar klær úti til að útvega hentuga steina til verksins. Greiða þarf fyrir hentuga steina og keyra á staðinn og er aksturinn síst ódýrari en steinarnir sjálfir.
Afgreiðsla: Sviðstjóri gerði grein fyrir stöðu mála.
4. 2024110013 - Sýnatökur neysluvatns í júní og júlí 2025
Lögð fram sýni sem tekin voru úr neysluvatni þann 26.6.2025 og aftur 1.7.2025.
Afgreiðsla: Lagt fram og rætt.
5. 2024110129 - Frágangur og umhirða útsýnisstaða í þágu útivistar
Spurt er hvað hægt sé að gera til auðvelda fólki að njóta útsýnisstaða, svo sem með umhirðu, merkingum, leiðbeiningum. Er hægt að bæta aðgengi að útsýnisstöðum með hliðsjón af ferðum fólks um bæinn og viðleitni þess til að sjá yfir fjörur og njóta útsýnis.
Afgreiðsla: Lagt fram og rætt. Nefndin beinir því til umhverfisstjóra bæjarins að hann kortleggi aðkomuleiðir að fjörum bæjarins og meti þörf á úrbótum.
6. 2025060024 Samningur Markaðstofa höfuðborgarsvæðisins
Bæjarráð vísaði nýlega vinnu við ferðamálastefnu bæjarins til úrvinnslu skipulags- og umferðarnefndar.
Afgreiðsla: Nefndin óskar eftir aðkomu að vinnu við ferðamálastefnu bæjarins.
Fundi lauk 09:32