334. fundur Umhverfisnefndar haldinn í fundarherbergi Austurströnd 4, þriðjudaginn 9. desember 2025 kl. 8:15
Mættir: Grétar Dór Sigurðsson, Hannes T. Hafstein, Guðrún Brynja Vilhjálmsdóttir, Magnea Gylfadóttir og Stefán Bergmann
Fundarritari: Gunnlaugur Jónasson skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá:
1. 2025100164 - Minkaveiði 2025
Skipulagsfulltrúi skilaði nýlega skýrslu um minkaveiði fyrir tímabilið 1. september 2024 til 31. ágúst 2025 til Náttúruverndarstofnunar. Exeltafla með samantekt á veiðinni er í viðhengi en þar kemur fram að 12 dýr náðust og einnig er þar yfirlit yfir útlagðan kostnað bæjarins vegna hennar.
Afgreiðsla: Lagt fram til kynningar.
2. 2025020110 - Saurgerlavöktun í sjó
Í viðhengi eru niðurstöður vegna vöktunar á saurgerlum í strandsjó sem framkvæmd var í sveitarfélaginu í október 2025 af Heilbrigðiseftirlitinu. Niðurstöðurnar eru settar fram bæði sem rannsóknarniðurstöður rannsóknarstofunnar og samantekt í Excel skali, þar sem hægt er að bera niðurstöðurnar saman við fyrri niðurstöður með litum sem gefa ástand vatns til kynna.
Afgreiðsla: Lagt fram og rætt.
3. 2025020110 - Sýnatökur neysluvatns í október og nóvember 2025
Lagðar fram skýrslur um sýnatökur neysluvatns í október og nóvember 2025. Niðurstöðurnar uppfylla gæðakröfur neysluvatnsreglugerðar.
Afgreiðsla: Skýrslur um sýnatökur lagðar fram.
4. 2025050214 - Friðlýsing Gróttu
Tillaga að friðlýsingu Gróttu og Seltjarnar og afmörkun svæðis lögð fram.
Afgreiðsla: Umhverfisnefnd fagnar því að nú er að ljúka endurskoðunarferli friðlýsingar Gróttulands í samræmi við náttúruverndarlög og ákvarðanir bæjarstjórnar. Fram hefur farið ítarleg kynning á nýjum skilmálum friðlýsingar sem samstarfsnefnd Seltjarnarnesbæjar, Náttúruverndarstofnunar og Minjastofnunar annaðist og bæjarstjórn samþykkti til opinnar kynningar. Athugasemdir liggja fyrir, hafa verið kynntar og við þeim brugðist.
Umhverfisnefnd fagnar þessum áfanga og hvetur bæjarstjórn til að leiða þetta mikilvæga mál til lykta með sinni staðfestingu.
Fundi lauk 09:07