332. fundur Umhverfisnefndar haldinn í fundarherbergi Austurströnd 4, þriðjudaginn 24. júní 2025 kl. 8:15
Mættir: Grétar Dór Sigurðsson, Hannes T. Hafstein, Guðrún Brynja Vilhjálmsdóttir, Magnea Gylfadóttir og Stefán Bergmann.
Fundarritari: Gunnlaugur Jónasson skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá:
1. 2024110129 - Sýnatökur neysluvatns 26. maí 2025
Borist hafa niðurstöður úr reglubundinni sýnatöku á neysluvatni á Seltjarnarnesi sem teknar voru 26. maí 2025 frá Heilbrigðiseftirliti. Engin mengun mældist í sýninu sem uppfyllir gæðakröfur neysluvatnsreglugerðar nr. 536/2001.
Afgreiðsla: Lagt fram.
2. 2025020110 - Saurgerlavöktun 21. maí 2025
Borist hafa niðurstöður úr reglubundinni saurgerlavöktun í sjó við Seltjarnarnes. Sýni voru tekin þann 21. maí 2025.
Afgreiðsla: Lagt fram og rætt..
3. 2025060152 - Fótabað og vatnsfontar við Seltjarnarnes
Fyrirspurnir hafa borist frá bæjarbúum um það hvert hægt sé að hækka bununa á vatnshönum bæjarins. Einnig hefur borist kvörtun vegna fótabaðs við Snoppu/Hjallinn. Þar heltekur ákveðinn maður fótabaðið og dvelur lengi og oft þar ofan í.
Afgreiðsla: Sviðstjóra falið að athuga hvort lækka megi vatnshæðina í fótabaðinu.
4. 2025060021 - Erindi frá um torgsöluhús við Snoppu
Borist hefur erindi um torgsöluhús við Snoppu. Stærð húss 6m X 2,5 m. Að sögn er húsið fullbúinn matvagn, snyrtilegur, fallegur, svartur og gylltur vagn sem er færanlegur. Óskað er eftir að fá að setja upp 1-2 hús til að geta skotið skjóli yfir fólk sem er að snæða.
Afgreiðsla: Umhverfisnefnd hafnar erindinu. Samræmist ekki aðalskipulagi.
Fundi lauk 09:32