Fara í efni

Umhverfisnefnd

176. fundur 03. mars 2005

176. fundur Umhverfisnefndar Seltjarnarness haldinn fimmtudaginn 3. mars 2005, klukkan 17:00 á skrifstofu tæknideildar, Bygggörðum 1.

Mættir voru:   Ingimar Sigurðsson (IS), Margrét Pálsdóttir (MP), Stefán Bergmann (SB), Kristín Ólafsdóttir (KÓ). Fundargerð ritaði IS. Auk nefndarmanna sat fundinn Haukur Kristjánsson bæjartæknifræðingur.

Dagskrá fundarins

1.        Fundur settur
2.        Staðardagskrá 21
3.        Framtíðarstefna um varðveislu og rannsóknir á fornminjum á  
            Seltjarnarnesi.
4.        Hreinsunardagurinn
5.        Önnur mál
           
a)        Svartibakki
6.        Fundi slitið

 

1. Fundur settur af formanni kl. 17:07

2.  Rætt um tímaramma S21.  Samþykkt að fá fulltrúa frá Gámaþjónustunni á næsta fund m.a. til að ræða magns sorps frá heimilum. MP gerði grein fyrir Grænu bókhaldi bæjarins, sem fært hefur verið frá 1. janúar 2004.  Um er að ræða 9 flokka. 

KÓ falið að ræða við Nýsköpunarsjóð námsmanna vegna verkefnis sem tengist kortlagningu náttúru- og menningarminja, rannsóknum og lýsingum á menningarminjum og gerð húsaskrár vegna byggingalistar og byggingarsögu Seltjarnarness.

Lagt fram bréf frá Sambandi ísl. sveitarfélaga um lok gildandi samnings um S21.  HS falið að ræða við Stefán Gíslason um frekara samstarf.  Samþykkt að taka S21 að dagskrá hvers fundar í framtíðinni.

3.  SB og MP áttu fund með Fornleifavernd.  Niðurstaða fundarins var að Fornleifavernd sendir Umhverfisnefnd drög að verkáætlun ásamt kostnaðaryfirliti.

MP og KÓ hafa gengið frá og sent umsókn um fjárstyrk vegna þessa verkefnis til Fornleifasjóðs.

4. Gert er ráð fyrir að hreinsunardagurinn verði laugardaginn 7. maí.  MÖG skipaður umsjónarmaður.

5. Önnur mál.

a. Rætt um þann möguleika að gera setlögin við Svarta bakka aðgengileg almenningi í tengslum við endurgerð varnargarðs á svæðinu.  SB og IS falið að hafa samband við Svein Jakobsson jarðfræðing varðandi málið.

b. SB og MP greindu frá því að Fornleifavernd tekur að sér að setja upp skilti við friðlýstar fornminjar.  Samþykkt að óska eftir því við Fornleifavernd að slík skilti verði sett upp á Seltjarnarnesi.

c. SB óskar eftir stuttri skýrslu frá HK um grjótgarðinn við Kotagranda á næsta fundi.

d. MP spyrst fyrir um umhverfisdaginn 25. apríl n.k.

7. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið klukkan 18:46

Ingimar Sigurðsson                     Stefán Bergmann

(sign.)                                       (sign.)                                        

Margrét Pálsdóttir                        Kristín Ólafsdóttir

(sign.)                                       (sign.)Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?