Fara í efni

Umhverfisnefnd

175. fundur 03. febrúar 2005

175. fundur Umhverfisnefndar Seltjarnarness haldinn fimmtudaginn 3. febrúar 2005, klukkan 17:00 á skrifstofu tæknideildar, Bygggörðum 1.

Mættir voru:     Ingimar Sigurðsson (IS), Margrét Pálsdóttir (MP), Stefán Bergmann (SB), Kristín Ólafsdóttir (KÓ) og Magnús Örn Guðmundsson (MÖG), sem ritaði fundargerð. Auk nefndarmanna sátu fundinn Haukur Kristjánsson bæjartæknifræðingur, Hrafnhildur Sigurðardóttir leikskólafulltrúi og Margrét Hermanns Auðardóttir fornleifafræðingur.

Dagskrá fundarins

1.        Fundur settur
2.        Framtíðarstefna um varðveislu og rannsóknir á fornminjum á
           Seltjarnarnesi. 
3.        Bygggarðsvör
          
a)        Skýrsla MHA um fornleifarannsóknir við Bygggarðsvör
                       sumarið 2004.
          
b)        Umsókn um fjárstyrki

4.        Erindi frá Beluga
5.        Fuglatalning 2005
6.        Önnur mál
7.        Fundi slitið

1. Fundur settur af formanni kl. 17:06.

2. Lagðar fram hugleiðingar um fornleifavernd á Seltjarnarnesi frá Fornleifavernd ríkisins og þær ræddar. Samþykkt að IS og SB ræði frekar við Fornleifavernd um útfærslu á nýrri skráningu fornleifa á Seltjarnarnesi.

3. Margrét Hermanns fór yfir drög að skýrslu sinni og kynnti helstu niðurstöður. Lokaskýrsla verður tilbúin í mars. KÓ og MP munu sækja um styrk til Fornleifasjóðs Menntamálaráðuneytisins vegna fornleifaskráningar á Seltjarnarnesi og jafnframt senda drögin til grundvallar umsókninni.  Margrét Hermanns Auðardóttir vék af fundi.

4. Erindi Beluga lagt fram til kynningar. IS mun svara erindinu skriflega.

5. Samþykkt að óska eftir því við Jóhann Óli Hilmarsson að hann annist fuglatalningu fyrir Umhverfisnefnd fyrir árið 2005.

6. Önnur mál

a)        Samþykkt að IS ræði við Nesfréttir um fyrirkomulag á “Grænu horni” Umhverfisnefndar í blaðinu. 

b)        Samþykkt að SB skrifi grein í Nesfréttir f.h. nefndarinnar um Bygggarðsskýrsluna.

7. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið klukkan 18:28

Magnús Örn Guðmundsson                         Ingimar Sigurðsson                     Stefán Bergmann

fundarritari (sign.)                                        (sign.)                                       (sign.)

 

Margrét Pálsdóttir                                        Kristín Ólafsdóttir

(sign.)                                                       (sign.)Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?